Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1918, Blaðsíða 10

Ægir - 01.06.1918, Blaðsíða 10
90 ÆGIR an, er út var flutt 18 þús. kg, en það er miklu minni útflutningur heldur en árin þar á undan ("1915: 70 þús. kg, 1914: 29 þús. kg, 1913: 37 þús. kg). — Einnig hefir út- flutningur á hrogmim minkað. Árið 1917 fluttust út af þeim 1 008 tunnur, en árið á undan 1 500 tunnur, 1915 1 800 tunnur, 1914 2 500 tunnur, 1913 3 100 tunnur. Af allskonar Igsi, svo sem þorskalýsi, hákarlslýsi, sellýsi og síldarlýsi hefir flust út 22 705 tunnur árið 1917 og er það að heita má alveg jafnmikið eins og árið á undan, en þar áður var útflutningur á lýsi meiri (1915: 35 þús. tunnur, 1914: 30 þús. tunnur). Helmingurinn af útflutta lýsinu 1917 var frá Reykjavík. Af hvalgúanó heflr verið flutt út 13 500 kg árið 1917. Hafa það verið leifar frá árinu 1915, því að frá 1. okt. 1015 eru hvalaveiðar algerlega bannaðar hér við land um 10 ára skeið. Af fóðurmjöli var flutt út 73 250 kg, alt frá Vestmannaeyjum. Árið 1916 var þessi útflutningur 215 þús. kg og 1915 326 þús. kg. — Af áburðarefni (gúanó) var útflutn- ingur líka miklu minni en undanfarið, 41 800 kg, alt frá Eyjafjarðarsýslu (1916: 572 þús. kg, 1915: 1411 þús. kg, 1914: 1783 þús. kg). Svo sem yfirlit þetta sýnir, hefir útflutningur sjávarafurða verið miklu minni árið 1917 heldur en undanfarin ár. Þetta sjest ljóslega, þegar borin er saman þgngdin á öllum sjávarafurðunum samanlögðum. Það telst til, að hún hafi verið 1913.. . 48 674 tonn 1914.. . 53 633 — 1915.. . 67 230 — 1916.. . 58 166 — 1917.. . 27 125 — Arið 1917 hefir útflutningur sjávarafurða ekki numið helmingi af útflutningi næstu ára á undan. Útflutningsgjaldið greiðist af vörunum án umbúða og eru því umbúðirnar ekki taldar hér með í þyngdinni. Tollarnir árið 1917. í yfirliti því um tollana, sem hér birtist, samkvæmt skilagreinum sýslumanna og bæjarfógeta, eru toJlarnir taldir með fullri upphæð (brúttó), án þess dregin séu frá innheimtulaun, en þau eru 2 % af öllum tolli, nema vörutolli, af honum eru þau 3 °/o. Árið 1917 urðu tollarnir alls 1 676 000 kr. Er það um 460 þús. kr. minna heldur en næsta ár á undan (1916) og um 130 þús. kr. minna heldur en árið 1915. í toll- reikningunum 1917 er tollupphæðin talin nokkru hærri heldur en hér er gert, sem stafar af því, að þegar Færeyingar fóru að fá vörur frá Ameríku með islensku skip- unum, var í fyrstu greiddur af þeim tollur hér, þegar þær voru lagðar hér á land, en síðar var veitt undanþága frá tolli fyrir vörur Færeyinga frá Ameríku, sem að eins væru lagðar hér á land um stundarsakir, og var þá endurgreiddur tollurinn af fyrstu vörunum (um 23 þús. kr.). Þessum tolli heíir þvi verið slept hér.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.