Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1918, Blaðsíða 11

Ægir - 01.06.1918, Blaðsíða 11
ÆGIR 91 Aðflutningstollarair gömln. Vinfanga- og gosdrykkjatollurinn var tæpl. 43 þús. kr. Árið áður var tollurinn 67 þús. kr. og 1915 51 þús. kr. Tóbakstollurinn hefir orðið 235 þús. kr., en var 309 þús. kr. árið 1916 og 285 þús. kr. árið 1915. Hér um bil þriðjungur af tóbakstollinum er tollur af vindlum og vindlingum. Kaffi- og sykurtollurinn hefir orðið miklu meiri en nokkru sinni áður, 820 þús. kr. Árið 1916 var hann 565 þús. kr. og 1915 625 þús. kr. Af tollinum 1917 er 573 þús. kr. af sykri, en 247 þús. kr. af kaffi. Te- og súkkulaðitollurinn hefir orðið 56 þús. kr., en árið 1915 49 þús. kr. At tollupphæðinni 1917 kemur 28 þús. á súkkulaði og kakaó, 23 þús. á brjóstsykur og 5 þús. á te. Tollur af vörum í tollgeymslu er talinn það ár, sem hann er greiddur, en ekki árið sem vörurnar eru innfluttar. í ársbyrjun 1917 voru í tollgeymslu 3 724.s kg af tóbaki, 828.5 kg af vindlum, 11 817 kg af óbrendu kaffi, 1 000 kg af kaffibæti og 360 kg af súkkulaði. Tollur þar af er samtals 15 782 kr. og er talinn með tollinum 1917. í árslok voru i tollgeymslu 2 078 kg af tóbaki, 51.s kg af vindlum og 200 kg af kaffi- bæti. Tollur þar af 4 484 kr. á að greiðast á þessu ári og er því ekki talinn í toll- upphæðinni 1917. Yörutollnr. Árið 1917 varð vörutollurinn ekki nema 194 þús. kr. eða næstum helmingi minni heldur en undanfarin ár (1916: 378 þús. kr., 1915: 351 þús. kr., 1914: 354 þús. kr„ 1913: 388 þús. kr.). Tollgjaldið skiftist þannig niður á flokkana siðastliðið ár: 1. flokkur: Kornvörur, steinolía, sement o. fl....... 46 þús. kr. 2. — Ýmsar járnvörur, veiðarfæri o. fl....... 19 — — 3. — Vefnaðarvörur.............................. 23 — — 4. — Kol og salt ............................. 30 — — 5. — Trjáviður ................................. 10 — — 6. — Aðrar gjaldskyldar vörur ................. 66 — — Samtals... 194 þús. kr. Um 2/n af tollinum í 1. flokki kemur á kornvörur og jarðepli (29 þúsund krónur). Útflutningsgjald. Útflutningsgjald af fiski og lýsi varð 80 þús. kr. Hefir það aldrei verið svo lágt siðan árið 1901. Árið 1916 var það 216 þús. kr„ en 1915 259 þús. kr. og er það það mesta, sem það hefir orðið. í útflutningsgjaldinu munar mest um sildina. Útflutnings- gjald af síld 1917 var að eins 45 þús. kr„ en árið 1916 var það 158 þús. kr. og 1915 192 þús. kr. og hefir orðið það mest. Verðhækkunartollur. Árið 1917 er síðasta árið, sem verðhækkunartollurinn af útfluttum sjávar- og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.