Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1918, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.1918, Blaðsíða 14
94 ÆGIR fyrirmælum reglugerðar þessar sé stranglega fylgt og ber þeim að tilkynna stjórnar- ráðinu tafarlaust með simskeyti þegar uppvíst verður um brot gegn fyrirmælum hennar. Skulu þeir þegar i stað gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að komast fyrir ætluð brot og hefja rannsókn út af brotum eins fljótt og fært þykir. 7. gr. Brot gegn ákvæðum 1., 2. og 3. gr. reglugerðar þessarar varða sektum alt að 500,000 kr. Ennfremur skal jafnan, auk sekta, greitt tvöfalt andvirði afurða þeirra, sem ekki eru boðnar útilutningsnefnd til söluráðstafana, eða íluttar til útlanda, eða rejmt að ílytja til útlanda, eða seldar til útlanda, eða gerðir samningar um sölu til útlanda, eða eru i vörslum manna eða félaga 28. febrúar 1919 og eru allar slíkar afurðir að veði fyrir sektunum. 8. gr. Með mál út af brotum gegn reglugerð þessari skal fara sem almenn lög- reglumál. Áður en dómari úrskurði sektir, án þess að mál fari fyrir dóm, skal málið borið undir stjórnarráðið. 9. gr. Verði ágreiningur um skilning á ákvæðum þessarar reglugerðar, sker stjórnar ráðið úr ágreiningnum. 10. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi þegar í stað og fellur jafnframt úr gildi reglugerð um ráðstafanir til að tryggja verslun landsins frá 22. april þ. á. svo og auglýsing útg, 24. mai þ. á. Þetta er birt öllum þeim til eftirbreytni, sem hlut eiga að máli. I stjórnarráði íslands, 10. júni 1918. Siguréur donsson. Oddur Hermannsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.