Ægir - 01.06.1918, Blaðsíða 18
98
ÆGIR
Alt verðið er háð þeim skilyrðum, sem tilgreind eru hér á eftir, og gilda þau
skilyrði einnig um fullverkaðan saltflsk, það sem þau ná.
5. gr.
Allur saltfiskur á að vera metinn af hinum skipuðu eiðsvörnu matsmönnum,
sem staðfesta að fiskurinn sé vel saltaður og óaðfinnanleg góð vara, af hverri teg-
und út af fyrir sig, og skal fiskurinn hafa legið að minsta kosti 28 daga i salti, áð-
ur en hann er vigtaður til sölu.
6. gr.
Fulltrúi Bandamanna getur krafist 14 daga fresls til að ákveða, hvort hann vilji
sinna kaupum, þó getur hann, ef þörf þykir, krafist lengri tima til að lúka skoðun
á fiskinum, og ákveða um kaupin að því búnu. Sinni hann kaupum, mega liða 30
dagar þangað til borgun fer fram, eða 30 dagar frá því að vottorð matsmanna hefir
borist fulltrúanum; en verði vörunni skipað út fyrir þann tima, skal verðið greitt
um leið.
Ganga má að þvi visu, að fulltrúinn kaupi allan þann óþurkaða saltfisk sem
boðinn verður innan hins ákveðna tíma (sjá 3. gr.) og á stöðum þeim sem til-
teknir eru í 2. gr.
7. gr.
Skylt er seljendum að flytja allan fisk um borð, greiða tolla og önnur gjöld
kaupanda að kostnaðarlausu og skal fiskurinn allur vera pakkaður í hreinar, sterkar
strigaumbúðir (Hessian), ef krafist verður og sé það hægt, og i 50 kg. pakka, auk
umbúða, eða bundinn með snærum í 50 kg. bindum, eða laust i skip, alt eftir vali
kaupanda. Sé fiskurinn aðeins í bindum, skal dregið frá andvirði hans kr. 1,75 fyrir
hver 160 kg., en sé honum hlaðið lausum i skip skulu dregnir frá 50 aurar fyrir
hver 160 kg., sem þóknun fyrir innanklæðning í skipið.
8. gr.
Á meðan fiskinum er eigi skipað út, hvílir vátryggingarskylda á seljendum, á
ábyrgð landsstjórnar, en kaupandinn endurgreiði vátr}rggingargjaldið hlutfallslega
fyrir þann tíma, sem fram yfir er 30 daga frá því kaup gerðust i hvert skifti. Sömu-
leiðis er það skylda seljanda, að geyma fiskinn í sinum húsum meðan honum er
ekki skipað út, en seljendur fá borgaðan geymslukostnað, hlutfallslega fyrir þann
tíma, sem fram yfir er 30 daga frá því að kaupin gerðust, og skal það reiknað eftir
þvi sem venja er til, eða eftir samkomulagi. Kröfur um endurgreiðslu á slíkum
gjöldum skulu sendar útflutningsnefndinni tafarlaust, þegar varan er komin um borð.
9. gr.
Komi það fyrir, að fulltrúi Bandamanna afsali forkaupsrétti sínum, má útflutn-
ingsnefndin flytja vöruna út til viðtakanda i löndum Bandamanna, Bandaríkjanna
i Norður-Ameríku, eða til viðurkendra viðtakenda í viðurkendum hlutlausum lönd-
um að áliti Bandamanna.