Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1918, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1918, Blaðsíða 5
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFJELAGS ÍSLANDS »■ árg. ^ R e y k j a v i k. Á g ú s t—s e p t., 1918. |Nr. 8.—9. Alþing'i slitið. Klukkan 5, 10. sept. var settur fundur í sameinuðu þingi. Forseti Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti, fór nokkrum orðum um gerðir þessa þings, sem verið hefði hið styzta þing, sem haldið hafi . verið, það hefði að eins staðið 9 daga. I3að hefði auk sambandsmálsins haft til meðferðar 3 þingsályktunartillögur, ein þeirra hefði verið samþykt. Nú ætti þjóðin bráðlega að láta uppi álit sitt um sambandslagafrumvarpið, greiða atkvæði um það. Þegar forseli hafði lokið máli sinu stóð forsælisráðherra upp. Kvað störíum þessa aukaþings lokið og í nafni hans hátignar konungsins segði hann þvi slitið. Þá slóð sr. Sig. Stefánsson upp og mælti: Lengi lifi hans hátign Kristján X. og tók þingheimur undir með niföldu húrra- hrópi. Á fundinum var útbýtt »auglýsingu um atkvæðagreiðslu um dansk-íslenzk sambandslög«, nánari reglur og ákvæði viðvíkjandi hinni fyrirhuguðu atkvæða- greiðslu um lög alþingis. Kvað hún eiga fram að fara 19. október næstkomandi. Er þá að vona að hún fari svo, að deilum við Dani sé lokið og að þjóðin óskift geti snúið sér að því verki, sem fyrir henni liggur eftir striðið, þar sem svo mörgu þarf að kippa í lag, sem aílaga fer slyrjaldarárin og ýmsu að breyta til hins betra, sem landinu mætti að gagni verða. S j ómannastóttin. Hver sá, sem sýnt getur sjóferðavoll- orð um 6 mánaða siglingatíma fær inn- löku í Slýrimannaskólann í Reykjavik, (sbr. auglýsingu 27. júlí 1918). Allir þeir, sem þekkja nokkuð til, hljóta að sjá það, að sjómennsku hér miðar hröðum fetum aílur á hak. Hér eru elcki mjög margir góðir sjómenn, sem kunna almenna skipavinnu. Feir voru til og voru komnir langt áleiðis í sinni iðn og sumir jafnvel íullkomnir, sem þeir menn sýna hér enn þá, sem taka að sér að seta möstur og reiða á erlcnd skip, sem fyrir sjótjóni hafa orðið, og hafa þessir menn fengið almennt lof fyrir verk þau, er þeir þannig hafa innt af hendi og þetta hafa þeir lært hér, en flestír þeirra eru nú hættir siglingum og leiðbeina ekki lengur hinum yngri, enda virðist sá andi kominn inn hjá þeim, sem siglingar ætla að gera að lifsstarfi sínu, að læri þeir að eins stýrimanna- fræðina, þá geti þeir farið um alt, en það er misskilningur, því að þeir yfir- menn, sem ekki kunna til verka, gela ekki haldið skipi og reiða þannig, að alt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.