Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1918, Blaðsíða 16

Ægir - 01.08.1918, Blaðsíða 16
186 ÆGIR Avance- og Allas-Diesel-verksmiðjur, auk ýmsra annara stofnana og manna, sem hafa mcð vélar að gera, eða voru sér- fræðingar í einhverri slíkri grein. Frá Stokkhólmi fór eg til Eskilstuna og skoð- aði þar verksm. Miinktells, sem lætur smiða land- og bátamótora, og er það að eins einn liður af öllum þeim vélum, sem sú verksmiðja hýr til. Jarðyrkju- vélar eru smiðaðar þar, mótorplógar og allskonar vélar tilheyrandi landbúnaði. Einnig allskonar spil i báta m. m. Svo fór eg þaðan til Gaulaborgar, mest til að skoða nýjan mótorbát, ca. 40 lonna, með 75 hesta Dieselvél. Var það fyrsti mótor- inn, sem verksmiðjan hefir látið smiða í háta af þcirri gerð, og þvi engin sönn- un fyrir þvi, hvernig hann reynist. Verk- smiðjan og vélstjóri bátsins lofuðu að láta mig vita, hvernig hann reyndist. Mér leizt vel á vélina, hefði þó kosið að hún hefði verið noklcuð einfaldari, þ. e. a. s. með 2 bulluhylkjum i slað fjögra. Frá Gautaborg fór eg til Kaupm.hafnar, heimsótti ýmsar verksmiðjur, t. d. Dan, Tuxham, Hera, Neptun, A/s Dansk Dieselmotorer, Nielsen og Winter o. m. fl. Frá Khöfn fór eg til Frederikshafnar, heimsólti mótorverksm. Alpa og Frede- rikshavn, sem er eiginlega sama tegund véla, eða Alpha-mótor þó þær heri sitt nafn hvor. Þaðan ferðaðist eg um Aalborg — Aarhus, stóð lítið við á þess- um stöðum, en kom svo til Randers, þar heimsótti eg Hein’s mótorverksmiðju. Eftir að hafa skoðað þær miklu endur- bætur sem sú verksmiðja gerir á sinum mótorum hélt eg til Sjómannaháskólans í Snoghöj, sem kennir bæði sjómanna- l'ræði og mótorfræði. Olteström skólastjóri lók á móti mér með sinni þjóðkunnu gestrisni og leiðbeindi mér i mörgu. Skólastjóri Otteström er eilaust dönsku far- og fiskimannastéttarinnar einhver hinn þarfasti og bezti maður, hann vinn- ur með óskiftum hug að þvi að far- og fiskimenn njóti sem mestrar mentunar, og verði sem beztir undir það búnir, að geta leyst starf silt vel af hendi, og i öllu að geta mætt þeim erfiðleikum sem svo oft ber að sjómanninum. Frá Snogliöj hélt eg til Kaupmanna- hafnar, heimsótti á ný verksmiðjurnar þar. Einnig gafst mér kostur á fyrir aðstoð framkvæmdarstjóra allrar vélkenslu í Danmörku, hr. A. H. Rassmussens og skólastjóranna Grathwold’s og Nielsen’s að vera við mótor- og vélsljóraprófin, sem haldin voru þar um það leyli, einnig fékk eg að kynnast skólafyrir- komulaginu, sérstaklega mótordeildar- innar. Það fyrirkomulag er töluvert öðru- vísi en hér, og að mörgu leyti betra. Eg mun síðar með sérstöku bréti til Fiski- félagsins, gera tillögur um breytingu á núverandi fyrirkomulagi á mótorkensl- unni, sem þarf umbóta við, þó örðugt verði að framkvæma þær. Frá Kaup- mannahöfn fór eg svo með Botníu 14. júlí og kom til Reykjavikur 21. júlí. Ef eg hér ætli að skýra frá því, í hverju þessar endurbætur eru fólgnar, yrði það langt mál, og efasaml hvort lesendur Ægis mundu skiJja það, þar sem það yrði vélfræðislegs efnis. Eg læt því nægja að koma með það á námskeiðunum, til fróðleiks fyrir þá sem þar verða. Fó skal' eg geta þess að eldsneytiseyðslan hjá sumum mótorverksmiðjum er komin niður í 230—240 gr. á minni sprengi- mótorum, en þó ekki minni en 25—30 BHA. Aðrar endurbætur eru fólgnar í því að gera skiftitækin og tengslin ein- faldari og betri, hjá sumum er það gangráðnum og aðrensli eldsneytisins sem að breytt hefir verið. Mikill skortur var á steinoliu og benzíni alstaðar á Norðurlöndum, en margt var

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.