Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1918, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.1918, Blaðsíða 10
130 ÆGIR minst á það, að gotfiskarnir lifðu oft við nauman skamt, meðan þeir væru að búa sig undir að lirygninguna og all þangað lil hún væri um garð gengin og legðu því mjðg af, nema þegar silisgöngur kæmu, upp úr jafndægrunum. Hér skal nú tekið lil nánari athugunar, hvað um gotfiskinn verður að lokinni lirygningu, líkt og áður var skýrt frá því, hvað um seiðin varð, þegar þau voru klakin og mun það þá koma i ljós, að hann er að miklu leyti háður sömu lög- um og seiðin, dreifist burtu frá gotslöðv- unum, langt eða skamt að visu, eftir þvi, hver fisklegundin er, en dreifingin ákvarðast einnig þá af ætinu, straumun- um og hita sjávarins. Eins og áður var gelið, leggur gotfisk- urinn oft mikið af fyrir hrygningartím- ann og um hann. Er því eðlilegt, að hann verði matlyslugur að lokinni hrygn- ingti. En nú er æði mikill munur á fæðu ýmissa fiska. Sumir fiskar nærast mest á staðbundinni fæðu, botnfæðu, á ýmsuin smákvikindum, sem lifa i botn- leðjunni (svo sem ormum og skeldýrum) eða á botninum, (svo sem slöngustjörn- um, sæstjörnum, sæfiflum og kröbbum og ýmsum smærri eða upþvaxandi botn- fiskum). Aðrir fiskar lifa mest á flökku- dýrum (krabbadýrum, smokkfiski og fiskategundum), sem reika víðsvegar um sjóinn, oft og tíðum langt frá botni og i stórum »lorfum« eða »göngum«, en lála sér þess á milli nægja botnfæðu. Loks eru fiskar sem nærast eingöngu á svif- dýrum, (smákröbbum, fiskaseiðum og því um líku). Til fyrsta flokksins má telja, fiska sem lifa eingöngu á botnfæðu. Þar má fyrst nefna steinbít og hlýta, sem lifa eingöngu á skeldýrum, ígulkerum og kuðunga- kröbbum, kolana sein lifa meslmegnis á smáskeldýrum og ormum; þó lifir skar- kolinn með fram á sandsíli og sama er að segja um ýsuna, enda munu þau eingöngu taka silið, þegar það grefur sig i botninn. Auk þess má nefna keilu, scm virðist lifa mest humar og á skyldum krabbadýrum og svo lúðu (spröku), löngu og skötu, sem lifa mest á ýmsum stað- bundnum botnfisknm, langan þó slund- um á spærling og smálúðan á sandsíli. Til annars flokksins, til fiska sem lifa mest á flökkudýrum, má fyrst og fremst telja þorskinn; hann sækist mest eflir loðnu, sandsili, sild ogsvo kampalampa og' jafnvel smokkfiski; þegar hann lendir í torfum af þessum dýrum, svalar hann græðgi sinni á þeim og eltir þær senni- lega oft langar leiðir, einkum loðnu-, sandsílis- og kampalampatorfurnar; sild- ina virðist hann ekki vera eins ólmur i, ef til vill af þvi að stórsíldin er honum nokkuð viðamikil. Á milli gangna, þeg- ar hann er farinn að tæmast og finna til magans á ný, etur hann öll þau botndýr, scm liann nær i, þar á meðal sæfífla og (þyrslingurinn) slöngustjörnur, sem aðrir fiskar vanalega hafna. í flokk með þorskinum má vist telja lýsuna og og ufsann að nokkru leyti. Þó lifir ufs- inn mikið á smærri krabbadýrum, af þeim sem hér nefnast augnasíli, agga og selögn og fara í stórtorfum upp um sjó. Með þessum fiskum má visl telja háf, hámeri og hákárl og svo hrognkelsin, sem annars taka enga fæðu meðan þau eru í þörunum a: um gottímann (lifa að eins á slraumnum, eins og fólk kemst að orði). Til þriðja ílokksins teljast þeir fiskar, sem eru svifdýraætur o: sem nærast að- allega á þeim dýrum, er lifa uppi um sjó, smáum krabbadýrum, svo sem (rauðátu o. fl.) og lirfum æðri krabba- dýra, á fiskaseiðum, augnasili o. fl. Þar má fyrst nefna sildina, svo loðnu og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.