Ægir - 01.08.1918, Blaðsíða 7
ÆGIR
127
hann eigi er hneigður fyrir og hættir þar
af leiðandi að stunda sjó.
Stýrimannaprófið á hér, sem annars-
slaðar að vera fullnaðarpróf fyrir stýri-
manninn; hann á með því að vera fær
um að leita sér atvinnu sem yfirmaður á
skipi þ. e. samhliða kunnáttu til að koma
skipinu með reikningi yfir hafið, þá tek-
ur hann að sér verkstjórn, sem útheimt-
ist til þess, að alt á skipinu sé þannig í
lagi, að það á hverju augnabliki sem er,
geti mætt stormum og hindrunum, en
þessi þekking mun hér litt fáanleg eins
og til hagar nú, þar sem flestir af þeim,
sem taka próf ekki hafa haft kost á að
afla sér hennar, en sem þeir fyr eða
siðar reka sig á, að þeim var engu síður
nauðsynleg heldur enn stýrimannafræðin,
og hart er að bjóða sig fram til verk-
stjóra og þurfa þegar á hólminn er kom-
ið að spyi ja verkalýðinn að, hvernig eigi
að gera þetta eða hitt. Eg er ekki að
segja neina nvja sögu þegar eg get þess,
að menn hafa hér verið lögskráðir stýri-
menn, sem ekki kunnu að stanga saman
kaðal.
Getur stýrimannaskólinn gert nokkuð
til þess að laga þetta? Gelur hann upp-
vakið þá verldegu þekkingu lærisveina
sinna, sem áður var, en nú er að hverfa?
Þeirri spurningu má svara svo. Honum
kemur það ekkert við eftir núgildandi
lögum. Að eins að siglingatími nemenda
sé það, sem lög ákveða, þá varðar þeirri
stofnun eklcert um annað, en að menn
'aeri það, sem lög fyrirskipa. — I1. e. hið
bóklega sem atvinnuvegurinn úlheimtir,
en þessi skoðun á málinu, sem fyrir 20
árum gat verið góð, verður að víkja úr
i'úmi fyrir kröfum tímans og framtiðar-
horfum og alt verður að reyna til þess
að rétía við verklega þekkingu stéttar-
innar, sem er að fara i hundana og
reyna að finna einhver ráð sem bælt
geli úr þessu.
Landið er í þann veg að verða sjálf-
stæll, fá sinn eigin fána og þann fána
verða íslendingar að virða. í öðrum
löndum verður honum mest virðing
sýnd, ef þau skip, sem hafa hann við
hún líta þannig út, að öllum sé ljóst, að
hér séu sjómenn á ferð en engir skræl-
ingjar, en til þess að skip séu ásjáleg
verða yfirmenn að hafa þekkingu á við-
lialdi skipa, en hún virðist hið síðasta,
sem kemur til greina, þegar nienn eru
gerðir að stýrimönnum hér. Hér á alt
að ganga svo fljólt. Menn vilja verða
yfirmenn undir eins, en hér jafnt og
annarsstaðar heimtar starfið reynslu og
hún fæsl að eins með siglingum, eftirtekt,
tíma og þolinmæði.
Skólinn verður að heimta, að þeir
menn, sem hann sendir frá sér sem
fullnuma sjómenn, séu það. Skityrðum
öllum verður að herða á. Landið eigu-
ast sennilega mörg skip, þau sigla lil
annara landa undir íslenzkri stjórn. Það
verða þau, sem slimpla okkar sjómenn
eða hirðulausa trassa, meðal þeirra þjóða
er sjá þau og hirðinguna.
Til eru hér menn, sem til fleslra sjó-
verka kunna. Hér gætu þeir, sem áhuga
licfðu, lært utanskóla ýmislegt, sem þeim
er nauðsynlegt við atvinnu sína. Nem-
endur á vetri hverjum, þurfa alls ekki
að vera eins margir á skólanum og verið
liafa, þá yrðu slundir til að fyrirlestrar
um vcrldeg störf gætu komist á og eru
bækur um það efni nógar, þótt eigi séu
þær á íslenzku. Lítið eitt í hókhaldi ætti
að kenna og dönsku og ensku af bók-
um, sem á þeim málum hljóða um
vinnu á skipum og þær eru einnig til,
en sleppa kennslubókum þeim, sem um
langt skeið hafa verið hafðar við kennslu