Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1918, Blaðsíða 23

Ægir - 01.08.1918, Blaðsíða 23
ÆGIR 143 fræðingar Fords hafa í mörg ár reynt að smiða gufumótor, en eigi tekist það. Og Ford sagði sjálfur við Ellehammer, að hann skyldi fúslega greiða 2 miljónir dollara í peningum hverjum þeim manni scm gæti fundið upp nothæfan gul'u- niótor. Síðan Ellehammer seldi Nielsen & Winther uppgötvun sina, hefir hann endurbætt hana svo, að nú kostar það helmingi minna hcldur en fyrst, að smiða vélina. Morgunbl. 13. júlí 1918. Vitar og sjómerki. Vitinn á Gevðntanga á Vatnsleysuströnd hefir verið rifinn. í stað hans verður reistur þar, 8x/2 met. hár ferstrendur hvitur turn. Ljósið i vitanum verður ó- breytt fyrst um sinn. Vilahúsinu í Skuggahverfinu (Reykja- víkurhöfn) var í fyrra mánuði breytt þannig, að það verði hvítt með mörgum lárjettum, rauðum röndum. Frá 20. ágúst f. m. var sú breyting íferð á hafnarvila Reykjavikur (Skugga- hverfisvitanum), að i staðinn fyrir rauða l.jósið, sem sýnt hefir verið frá 14372° til 149°, kemur grænl Ijós. Horn vitans verða þvi þessi: Grænt Ijós frá 143Va° lil 162° Hvitt — — 162° — 170° Rautt — — 170° — 179° Að öðru levti er vitinn óbreyttur. (Lögbirt.bl.) Skýrsla erindreka Fiskifélagsins. Eftir að hafa ferðast um fiskiverin sunnanlands og kynnt mér ástæður manna hvað útveg snertir og umbætur á leiðum og lendingum, leyfi eg mér að leggja fram eftirfylgjandi skýringar og tillögur þessu viðvikjandi. Hvað framtiðina snertir, þá virðist mér mestar áhyggjur manna vera um, að geta útvegað sér til næsta árs, salt og veiðarfæri, einkum seglgarn til næsta árs með hagkvæmara móti en verið hafði síðast liðið ár og hjá vélabátunum oliu- útvegunin, Þá var ekki síður minst á hafnleysið og lendiugarnar. Hafa nú allir formenn haldið fund með sér og komið sér sam- an um að bjóða fram kr. 500,00 af skipi árlega ef landssljórnin eða þingið sæi sér fært að láta gera fiskiskipahöfn ein- hversstaðar á þessu svæði, einkum benda þeir á Þorlákshöfn, enda er þar á und- anfarandi árum gerður undirbúningur að slíku mannvirki að mælingum lil á ýmsan hátt og að áliti þeirra manna er mælt hafa, efni henlugt og eftir atvikum gott. Aflur á móti er staðhátlum hér svo hagað að kák er verra en ekki neilt. Fað sem hér væri gert, þarf að vera sérstaklega öflugt og vel vandað, alveg eins þótt um minna fyrirtæki væri að ræða. Þó bendir ýmislegt á það, að takast mætti að byggja hér fiskiflota- höfn, sem með miklum álögum í mörg ár myndi geta svarað kosiiaði með tim- anum, einkum er hún brýn nauðsyn ef menn og eignir eiga ekki að standa i sífeldri hættu sem knýr þetta mál áfram og hinn væntanlegi óbeini arður af auknum útveg sem vænta mælti þar sem fram af þessum fiskiverum liggur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.