Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1918, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.1918, Blaðsíða 6
126 ÆGIR sé trj'ggt og öllu megi mæta á liafinu hvenær sem er, og þeirra ferðalag verður því fremur undir heppni en fjTÍrhyggju komið. Ðettur nokkrum hér það í hug, að menn geti lært almenna sjómannaiðn á mótorbátum, sé svo, þá er það skökk skoðun og þó að sumir vilji halda því fram, þá er það rangt fyrir þvi. Sökum þess, hve margir byrja sigling- ar á gufuskipum og halda því áfram, fara á stýrimannaskóla með þá verklegu þekkingu, sem þeir þar gálu afiað sér, þá hafa sum öflug gufuskipafélög álitið það nauðsynlegt að halda úti æfinga eða skólaskipum fyrir yfirmannaefni sín t. d. Hamburg-Amerikufélagið o. fl., og eru það seglskip. Sýna þau þannig, að þau ekki viðurkenna þá verklegu þekk- ingu, sem menn geta aflað sér á gufu- skipum, hversu fullkomin sem eru, full- nægjandi fyrir yfirmenn sína og belur vil á því atriði höfum við ekki heldur en framkvæmdastjórn slíkra félaga. 011 skip þurfa viðhald á smáu og stóru og þeir yfirmenn, sem ekki kunna að halda öllu ofansjávar við, eru of dýrir menn, fyrir hverja útgerð sem er. Almennt stunda menn hér nú orðið sjó á bátum eða sldpum níeð hreyfivél. Þegar ekki er verið að veiðum silja menn að eins i bátnum, enginn lærir neitt til verka og þetta gengur ár eftir ár þangað til farið er á skólann og svo er lekið próf, vollorð til yfirmenusku afhent ef sjóferðabókin að eins sýnir hinn lögskipaða siglingatíma, án þess að nokkuð tillil sé tekið til, hvorl maðurinn kunni nokkuð til þeirra verka, sem yfir- manni ber að kunna. — Sýni sjóferða- bókin t. d. að eins siglingar á mótorbát, þá veit prófnefndin það vel, hversu vel, sem eigandi hennar hefir staðið sig við prófið, að hér er gefið vottorð manni, sem engan kost hefir átt á, á sjóferðum sinnm að afla sér þeirrar þekkingar, sem hverjum yfirmanni er nauðsynleg og hver útgerðarmaður, sem tekur hann í sina þjónustu á heimting á. Prófin við Stýrimannaskólann eru ekki fyrir neina sérstaka tegund skipa, þau gefa rétt lil ailra siglinga, sé öðrum kröfum fullnægt, og meðal þeirra er tiltekinn mánaða- fjöldi í siglingum, en á hverskonar fleytu það hefir verið, þarf ekki og eflaust má ekki skifla sér af. Að 6 mánaða sigling sé nægileg til þess að nemandi fái aðgang að skólan- um, nær engri átt, þegar eins stendur á og hér og hver skólasljórn verður að fylgjast með ástandinu og veita því eftir- tekt hvað framtiðin heimtar. Yið lifum nú á alt öðrum tímum en þegar Markús heitinn var skólastjóri og hvöss mundu hans augu verða nú, gæti hann litið upp úr gröf sinni og sæi áslandið eins og það er. Meiningin getur eigi verið sú, að Sfýrimannaskólinn sé gagnfræðaskóli, þar sem hver og einn getur fengið aðgang, sem fær löngun til náms, því gæta verða menn þess, að stýrimannafræðin út aí fyrir sig gefur sáralitla mentun og gleym- ist fljótt sé henni ekki haldið við, en hún er lífsskilyrði fyrir þann, sem lærir hana með þeim ásetningi að komast áleiðis í lífinu sem sjómaður og verða þau fræði sjaldan öðrum að notum. Hið annað, sem á skólanum er kent svo sem ís- lenzka, danska og enska eru námsgreinir sem læra má annarsstaðar. Sá sem inn- löku fær á skólann, eftir að eins að hafa siglt i 6 mánuði, hann hefir auk annars litla hugmynd um, hvort sjómannalífið sé þess vert, að gera það að lífsstarfi og uppgötvar ef til vill á næstu mánuðum, eftir að hann hefir verið á skólanum einn vetur og eytt þar tíma og pening- um, að hann hefir byrjar á starfi, sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.