Ægir - 01.10.1918, Blaðsíða 6
150
ÆGIR
4. gr.
Þegar ákveðin er hlutdeild framhjóðenda í sölu landsstjórnarinnar, koma, auk
framleiðenda sjálfra, þeir einir síldarkaupendur til greina, sem greilt hafa fram-
leiðanda minst 20 krónur fyrir máltunnu nýrrar síldar.
5. gr.
Þegar Útflutningsnefndin hefir fengið framboð og tilkynningar allra frambjóð-
enda samkvæmt 3. gr., mun hún tilkynna hlutaðeigandum við fyrsta tækifæri,
hlutdeild hvers eins í þeirri sölu, sem fram er farin, svo og aðrar ráðstafanir þar
að lútandi.
6. gr.
Landsstjórnin kaupir síldina á þessum stöðum:
Eyjaíirði,
Siglufirði,
Reykjarfirði,
Önundarfirði og
ísafjarðarkaupstað.
Ennfremur mun landsstjórnin veita síld móttöku á þessum höfnum:
Álftafirði og
Ingólfsfirði
ef það veldur eigi sérstökum eríiðleikum. — Verði mögulegt að ráðstaía móttöku
á þessum höfnum, skulu síldareigendur sjálfir bera þann aukalcostnað, sem það
hefir í för með sér.
7. gr.
Seljandi hefir fulla ábyrgð á síldinni þangað til hún er tekin á viðkomandi
höfn, heldur henni við með pæklun og hefir fulla umsjón með henni, alt án end-
urgjalds, til októberloka 1918, ef á þarf að halda. — Eftir þann tíma er síldin á
ábyrgð kaupanda, en seljendur eru skyldir til að hafa á hendi umsjón og viðhald
síldarinnar, gegn 15 aura borgun fyrir tunnu um hvern hálfan mánuð eða minna.
Seljendur annist á eigin kostnað útskipun á síldinni og greiði af henni út-
flutningsgjald og stimpilgjald.
8. gr.
Til þess að síldin sé fullgild skal hún i alla staði vera góð og óaðfinnanleg
verzlunarvara til úlflutninSs, þ. e., vel söltuð, vel pækluð, í hreinum, góðum, þétt-
um og vel bentum síldartunnum, og skal sú síld, sem flytjast á til Svíaríkis, vera
viðurkend af umboðsmanni Svía, er krafist getur þessara skilyrða, áður en kaupin
eru viðurkend, og skal honum afhent matsvottorð hlutaðeigandi yfirmatsmanns,
enda gefi hann hVerjum seldjanda sem afhendir síld til hans, vottorð um tunnu-
tölu og vigt, og að hann sem fulltrúi kaupenda í Svíþjóð viðurkenni síldina fyrir
hönd þeirra. — Vottorð þessi skulu frambjóðendur senda Útflutningsnefndinni eins
fljótt og hægt er.