Ægir - 01.10.1918, Blaðsíða 9
ÆGIR
153
menn viti litið um það, sem og það hve-
nær hún gýtur. Svo hverfur hún smám-
saman, en um það leyli fer að verða
vart við síldargöngur úti fyrir Vestfjörð-
um, seint í júní eða snemma i júlí og
upp úr þvi verður hennar vart við
Hornslrandir og á Húnaflóa eða við
Langanes og Sléttu, og virðist því svo
sem hún komi aðailega vestanmegin frá
að Norðurströndinni, ýmist með lönd-
um eða utan af hafi. Svo »slær hún sér
til rólegheita« á þessum slóðum alt
sumarið fram í miðjan september og
»lifir þar hátt« á rauðátunni, sem eykst
og margfaldast svo afskaplega i kalda
sjónum heitasta hluta ársins, og sildin,
sem að vorinu og að afstaðinni hrygn-
ingu var skinhoruð, fitnar fljótt, þar sem
ætið er svona ríkulegt, og verður að lok-
um svo feit, að hún mun hvergi verða
feitari. Eflaust mun mikið af þorski
fylgjast með síldinni, norður fyrir landið.
Undir haustið leitar síldin út til djúp-
anna og dreifir sér um þau. —
Nokkuru eftir að stórsíldin hefir gotið
í Faxaflóa, eða seint í júli verður þar
stundum vart við smærri (28—30 c.)
sild, vel feita, sem gýtur þar um það
um það leyti. Annars er þar og í kring-
um Jökulinn i júlí og ágúst oft gnægð
af stórri hafsíld, sem er vel feit; en hvort
það er gotsild, sem hefir orðið kyrr og
fitnað á átunni, eða ný sild, komin utan
af hafi, vita menn ekkert um.
Síldin er, eins og þegar er tekið fram,
er elcki aðeins ætisfiskur, eins og loðnan
og sandsílið, hún er líka afarmikill nyt-
semdar fiskur og ferðir hennar og göng-
ur upp að ströndum landsins og eink-
um meðfram þeim, sýna áþreifanlega,
hvílíka feikna þýðingu átan hefir á þær,
þvi að hún leitar eftir átunni, eða fylgist
með henni og staðnæmist þar sem hún
er mest og stöðugust1). Likt og síldin
haga sér aðrar fiskategundir vorar eins
og þorskur, ýsa og ufsi, Uau veita át-
unni, loðnunni, sandsílinu o. s, frv., eftir-
för og komast á þann hátt lengra og
lengra frá hrygningarstöðvunum, jafnvel
alla leið norður fyrir land. Ufsi gýtur
snemma, eins og áður er sagt og fer lík-
lega einna fyrst burlu. Botnvörpungar
úr Reykjavík hafa oft undanfarið veitt
urmul af hrygndum stórufsa úti af Horn-
ströndum i maí til júní og ufsinn með
hnifinn í maganum (sbr. Ægi, 1. tbl.
þ. á.) sýnir glögt að þetta muni vera rétt
tilgáta. Er ufsinn ekki hvað síst á eftir
angnasili og krili. Þorskurinn gýtur nokk-
uð seinna, en hans fer þó að jafnaði að
verða vart fyrir Norður- og Austurströnd-
1) Það eru nú farnar að heyrast raddir um
pað, að síldin sé farin að breyta háttum sin-
um sé eins og að draga sig vestur á bóginn,
hætt að fiskast við Austurland, þar sem voru
svo miklar veiðar fyrir 30—40 árum, og minna
um hana fyrir austan Grírascyjarsund, en fyrir
nokkrum árum, og að sækja verði hana meira
vestur á bóginn á Skagafjörð og Húnaflóa, eða
jafuvel vestur undir Hornstrendur og svo fáist
hún meira og meira úti fyrir Vestfjörðum. Eg
ætla mér alis ckki að fara að hrekja þessar
skoðanir eða kryfja þær, en aðeins benda á,
að mjög er hæpið að gera viðtækar ályktanir,
bygðar á ekki meiri reynslu en vér liölum enn
þá i sildveiðum, þar sem vér höfum ekki stund-
að síldveiðar á rúmsjó, sem neinu nemur,
nema rúman áratug og aðeins úti fyrir Norður-
landi, því að veiðarnar við Vestfirði eru nýiega
byrjaðar (1915) og á Austfjörðum voru þær að-
eins kastnótaveiðar inni á fjörðum. Þekking
vor ú háttum síldarinnar í sináu og stóru hlýt-
ur því enn að vera af mjög skornum skamti.
en hinsvegar svo mikið orðið í húfi, ef hún er
ekki stundvís á vanalegum stöðvum, að menn
verða eðlilega órólegir, ef hún lætur lengi á
sér standa. En um það getur sjávarhiti, áta,
veður og ef til vill dullungar hennar sjálfrar
ráðið miklu. Auk þess fara veiðarnar fram
mjög skamt frá landi, yfirleitt.