Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1918, Blaðsíða 7

Ægir - 01.10.1918, Blaðsíða 7
ÆGIR 151 Til þess að sannreyna vigt á síld hvers seljanda, getur umboðsmaður Svía kraflst, að vigtuð sé 10. hver tunna, nema ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi, t. d. sé tunnuvigtin mjög misjöfn, þá getur hann kraflst stærra hlutfalls eftir sam- komulagi. Verði nokkuð af sildinni selt til annara landa en Svíaríkis, skulu selj- endur vera háðir þeim skilyrðum, er slík sala kann að hafa í för með sér, t. d. ef til vill uppviglun með ákveðinni vigt í hverri tunnu, aðgreining eftir stærð o. þ. h. En slíkt mun síðar verða tilkynt, ef til kemur, ásamt öðrum reglum þeirri sölu viðvikjandi. — Útflutningsnefndin ákveður hvaða sild verður send til Svíþjóðar. 9. gr. Sem borgun upp í síld þá, sem send verður til Svíþjóðar, greiðir Útflutnings- nefndin fyrst um sinn 75 — sjötíu og flmm — aura pr. kíló af viðurkendri nettó- vigt, og verður sú greiðsla látin i té þegar síldínni er útskipað óg andvirði greitt af kaupanda. — Verði síldinni lil Svíþjóðar ekki úlskipað fyrir 15. október n. k., skal umboðsmanni Svía skylt að veita síldinni móttöku hið fyrsta, eða svo fljótt sem hann kemst yfir að skoða, vigta og viðurkenna hana. — Verði sildin eigi út- flutt 1. janúar 1919, skulu seljendur samt skjddir að viðhalda henni gegn greiðslu eftir reikningi, er útflutningsnefndin samþykkir, en geymslupláss leggur seljandi þá til ókeypis. Eftirstöðvar af andvirði síldarinnar greiðist samkvæmt lögum Alþingis um síldarkaup landsstjórnarinnar, dags. 30. júli þ. á. Reykjavík, 28. septemher 1918. Thor Jensen. Pétur Jdnsson. Ó. Bénjaminsson. ■Re^iujgerð um ráðstafanir til að tryggja verzlun landsins. Samkvæmt heimild í lögum nr. 6, 8. febrúar 1917, um heimild hatida lands- stjórninni til ráðstafana til tryggingar aðflntningum til landsins, eru hérmeð sett eftirfarandi fyrirmæli: 1. gr. Þangað til öðruvisi verður ákveðið, er bannað að selja lil útlanda eða gera samninga um sölu til útlanda á islenzkunj afurðum, sem framleiddar verða á árinu 1919.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.