Ægir - 01.10.1918, Blaðsíða 14
158
ÆGIR
á þessu svæði, sem Veðurfræðisstöðin
(Meteorologisk Institut) í Kaupmanna-
höfn hefir nú látið vinna úr og birt út-
komuna í ofannefndu riti.
Rit þetta er að minu áliti mjög merki-
legt rit tyrir oss íslendinga, einkum fyrir
þá sem hafa atvinnu af flskiveiðum, og
þessvegn^ álit eg vel við eigandi, að
»Ægir« léti menn vita af þvf, og það því
fremur, sem ofangreind stofnun hefir (í
Nautisk meteorologisk Aarbog) látið fylgja
kort, þar sem dregnar eru jafnhitalinur,
er sýna meðalhita hvers einstaks mán-
aðar. Þegar menn skoða þetta kort í
í’éltri röð, má svo að segja sjá, hvernig
hitinn hækkar og lækkar eftir árstíðum
á hverjum einstökum stað eða stærra
svæði. 8°-jafnhitafinan t. d. kemst þegar
heitast er í sjónum (í ágúst) norður
fyrir ísland að vestan, alt að Sléttu (við
austurströndina nær hún ekki lengra en
að Eystra-Horni), en dregur sig þegar
kaldast er (í febr.—marz) suður fyrir
00° (þ. e. a. s. norður af Islandi).
Regar menn nú hafa þessi kort fyrir
sér (og það væri óskandi að »Ægir«
gæti birt það af þeim sem sérstaklega
snertir ísland áður langt um liður), þá
má sjá meðalhita sjávarins á hverjum
stað og ef menn viidu nú mæla (með
áreiðanlegum mæli) sjávarhitann á ein-
hverjum stað mánaðartíma og bera svo
meðaltalið saman við mánaðarmeðalhita
þess staðar, þá geta menn fljótt séð,
hvort munurinn er míkill. Þetta mundi
ef til vill geta gefið skýringu á háttum
sumra fiska það og það árið og þá sér-
staklega sildarinnar, hvort t. d. tregða
hennar á því að »koma upp« í sumar
norðan- og vestanlands hefði staðið í
sambandi við sjávarhitann eða ekki, en
þá hefðu líka mælingar þurft að fara
fram í sumar á skipum á öllu veiðisvæð-
inu. Mælingar á næsta sumri geta eðli-
lega ekki geflð neinar upplýsingar um
það, hvernig hitinn var i sumar, og hve
mikið hann vék frá meðalhita þá mán-
uðina, sem síldveiðarnar stóðu yfir. Þess
væri þvi óskandi, að þetta rit gæti ýtt
undir nokkura skipstjóra á síldveiðaskip-
um ineð það að hafa góðan hitamæli
með sér á síldveiðarnar og mæla yfirborðs-
hitann daglega um veiðitímann, og helzl
ætti að vera á hverju síldveiðaskipi hita-
mælir til þess að mæla með hitann
einnig niðri í djúpinu. Fyrir stríðið mátti
fá þesskonar djúphitamæla fyrir 75 til
100 kr. og aldrei munu þeir verða svo
dýrir, að um þá muni mikið í útgerðar-
kostnaði skipsins.
li. Sæm.
Lög ura stimpilgjald.
Hinn 12. ágúst gengu í gildi lög þau
um stimpilgjald, er samþykt voru á þing-
inu í sumar. Skal hér skýrt frá þvf helzta
í þessum lögum, er snertir verzlun og
almenn viðskifti.
Með 1% af verðhæðinni skal stimpla
þessi skjöl: Ivaupsamninga, farmskýr-
teini (Konnossement) um vörur sem
senda á til útlanda, afsalsbréf og önnur
heimildarbréf fvrir skipum.
Með 7*0/0 af verðhæðinni skal stimpla
kaupsamninga um leið og þeir eru stað-
festir, eða þegar staðfestingar þarf eigi,
um leið og þeir eru þinglesnir; félags-
samninga um leið og þeir eru þinglesnir.
Gjaldið skal reiknað eftir fjárupphæð
þeirri, sem lögð er í félagið þegar stað-
festingar er leitað, þó eigi lægra en 10
krónur. Nú leggur einn félagi fram pen-
ingaupphæð eða peningagildi, en annar
persóuulega vinnu, og skal þá meta hana