Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1918, Blaðsíða 15

Ægir - 01.10.1918, Blaðsíða 15
ÆGIR 159 jafnt peningaframlaginu, nema öðrvisi sé ákveðið í samningum; séu peninga- framlög eigi jafn há, skal meta vinnuna jafna lægsta framlaginu. Öll skuldabréf hvort sem eru trygð með veði eða eigi ef þau eru þinglesin, svo og kyrsetningar og aðfarargerðir. svo framarlega sem fasteign hefir verið lögð út til eignar. Framsal á skjölum þeim sem nú voru nefnd, ef framsalið er þing- lesið, hvort sem það er ritað á sjálft skjalið eða sérstakt skjal. Stimpilgjaldið skal þá reikna eftir þeirri skuldarupp- hæð, sem framseld er, eða veðrétti þeim, sem framseldur er. Yfirfærsla á skyldum skuldunauts til annars, ef skjalið er þing- lesið, enda þótt yfirfærslan sé rituð á skjal, sem áður hefir verið stimplað. Yfirlýsingar, sem eru þinglesnar eða skrásettar, skal stimpla með einni krónu, ef þær falla ekki undir nein ákvæði sem lögin setja. Borgarbréf til verzlunar skal stimpla með 100 krónum. Mælingarbréf skipa frá 12—30 smál. skal stimpla með 1 krónu, frá 30—100 smál. með 2 krónum og séu þau þar yfir þá með 5 krónum. Utdrætti, afrit og vottorð úr dóms- málabókum, skiftabókum, uppboðs- og notarialbókum, veðbókum, skipaskrán- ingarbókum, firmaskránni og vöru- merkjaskránni skal stimpla með 50 aurum. Sama stimpilgjald skal greiða fyrir notarialgerðir og notarialvottorð, hvers konar sem eru, þar á meðal nota- rialvotlorð um undirskrift, stefnubirtingu, afsögn á víxli o. s. frv. Fullkomnar dómsgerðir eða aðrar réttargerðir in forma fyrir héraðsrétti, skal stimplað með 2 krónum. Þingvitni 1 króna. Löggiltar verzlunarbækur skal stimpla með 2 krónum. Vixlar, allar ávisanir nema tékkar, og skuldabréf, sem eigi á að þinglesa, stimpl- ast eftir upphæð þeirri eins og hér segir, þegar verðbréf eru seld bönkum eða öðrum lánsstofnunum, eða send þeim til samþyktar eða innheimtu: 200 kr. eða minna 20 au. 200-400 — — — 30 — 400-600 — — — 60 — 600—800 — — — 80 — 800-1000 — — — 100 — Sé upphæðin hærri skal stimpla skjöl þessi með 1 krónu af þúsundi, eða broti úr þúsundi. Erlendir víxlar og ávísanir eru þá fyrst stimpilskyld er samþykki er fengið og vixlar og ávísanir, sem eiga að greiðast við sýningu um leið og innlausn fer fram. Framlengdur víxill telst sem nýr vixill. Ef víxill eða ávísun er um greiðslu í erlendri mynt, reiknast stimpilgjald eftir bankagildi þeirrar myntar þá er stimpl- un fer fram. Ekkert skjal stimplast nema einu sinni, nema á það sé ritað framsal eða annað, er hefir sjálfstæði stimpilskyldn í för með sér. Skal það vera aðalregla að greiða stimpilgjald þegar í stað. Nú er stimpilgjald eigi greitt þegar í stað, og má þá veita frest á greiðslu þess, ef það getur valdið lilutaðeiganda réttarmissi eða verulegum óþægindum. Þegar stimpilgjald skal reiknað sem hundraðsgjald, færist það niður í tölu, sem er deilanleg með 5, en má þó eigi vera minni en 10 aurar. Hljóði skjalið um vöru, skal farið eftir almennu verð- lagi, þar sem samningar fara fram. Ef um farmsldrteini er að ræða, skal miða stimpilgjaldið við vöruverð vörunnar með umbúðum, fluttrar um borð í skip (fob) á þeirri höfn er hún fyrst fer frá, eða söluverð erlendis (cif) að frádregnu

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.