Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1918, Blaðsíða 11

Ægir - 01.10.1918, Blaðsíða 11
ÆGIR 15G skipum, mjmdi verða mér að mestu til ónýtis sökum þess hve litla töf slik skip liafa á hverri höfn, jafnframt þvi að flestir af þeim mönnum sem eg helst þarf að hafa tal af, eru meðan slík skip standa við önnum kafnir. Þá réði eg af að fara með Islands-Falk aðra leiðina vestur um land til austfjarða og taka svo Sterling heim aftur sömu leið, ef mér með honurn lánaðist að kynnast þeim mönnum og koma á þá staði, sem við á austurleið færum fram hjá. Með þessu móti sá eg, að mér gafst nægur tími á helstu stöðunum ef um eitthvað þýðingarmikið mál væri að ræða hjá deildunum. Vegna þess að atvinnutimi sjómanna er einmitt um þetta leyti árs eru sjálfir sjómennirnir við veiðar til og frá og útvegsmenn önnum kafnir að hugsa um veiðina sem á land er kom- in og útgerðina í heild sinni og þannig fór á ísafirði þráll fyrir ýtarlega viðleitni deildarstjórnarinnar og viðdvöl mina í fullu 3 daga, að ómögulegt virtist að koma á fundi í deildinni þar. Réði eg því af að heimsækja formenn deildanna i Bolungarvik og Hnifsdal og bauð þeim að mæta á fundi hjá þeirn ef þeir teldu fært að kalla saman fuud, sem þó heldur ekkert varð af. Þannig varð eg að láta mér nægja að tala við ýmsa menn og draga ályktanir af samtali þeirra. Iíom það ljóslega fram, að fiskifélagsdeildirnar hafa æði mörg nauðsynjamál að ræða eí sá rekspölur kærnist á, að þau væru á fundum tekin lil rækilegrar ihugunar, eða með öðrum orðum, að hin rétta stefna Fiskifélagsins næði tökum hjá deildunum. Einkum voru horfur um að geta veitt sér veiðarfæri lil næstu ver- tiðar, mjög mikið áhyggjuefni flestra út- vegsmanna. Sala aflans eins og hún á sér stað við Isafjarðardjúpið, ráðningar- máti manna og síðast en ekki síst verðið á salti og oliu. Þrátt fyrir horfur um góðan afla, töldu allir útgerðarmenn stærri vélbátanna ómögulegt að gera út á þessu hausti og myndu þeir því leggja bátunum upp að sildarveiðinni lokinni og ekki hreifa þá fyr en seinni hluta vetrar svo framarlega að horfur ekki hreyttust til batnaðar annaðhvort með því að olia og salt lækkaði að mun eða að fiskverðið hækkaði. Vil eg nú leitasl við að skýra frá helstu atriðum erindi minu áhrærandi: Starfsciui (loildanna. Eins og lög félagsins bera með sér, er starfssvið deildanna svo víðtæld, að óþarfi virðist vera ef áhugi vaknar hjá með- limum þeirra, að láta vanta verkefni, einkum þegar þess er gætt, að félags- hugmynd þessi er fremur ung, er æði margl sem laga þarf, bæði í hverju deildarhéraði og einnig sameiginlegt fyrir útveginn. Því miður hafa að eins fáar deildirnar náð réttum tökum á þessum málum. Það virðist eins og beri ofmikið á þeirri hugsun, að aðalstjórn félagsins í Reykjavík eigi að hugsa og sjá um allar frBmkvæmdir; þessi hugsun er að visu rétt hvað öllum stærri málum viðkemur, en eins og gamla máltækið segir: »Sá veit gjör sem reynir«, eins er það með hverja deild eða fiskiver, að meðlimum hverrar deildar er kunnasl hvers er á- bótavant á hverjum stað og á hvern máta hentugast muni vera að gera endnrbælur, livort heldur það eru verklegar fram- kvæmdir, svo sem lendingabætur, leiðar- bætur eða það eru viðskiftamál eða byggingarmál, að þvi þó undanskildu að sé um stærra fyrirtæki að ræða, þarf sjer- fróða menn lil útreiknings og meðráða, sem deildirnar að sjálfsögðu snúa sér til stjórnarinnar með.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.