Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1918, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.1918, Blaðsíða 12
156 ÆGIR Nárasskeið í véla- og siglingafræði. Á Austfjörðum voru góðar undirtektir með námsskeið, bæði i véla- og siglinga- fræði, og þótt stjórnin ómögulega geti í senn sint öllum beiðnum í þessu falli á öllu Iandinu sama veturinn, og sist af öllu haldið námsskeið á fleirum en ein- um stað í hverjum landsfjórðung, þar sem hún, hvað vélanámsskeiðum við- kemur, hefir ekki nema einum manni á að skipa til kenslu, þá verða deildirnar að taka lillit til þessa. Á hina hlið er það mjög skiljanlegt, einkum nu í dýr- tíðinni, að menn alment eiga erfitf með að koma sér fyrir og undirhalda sig yfir lengri tíma og má þvi búast við, að þátt- taka nemendanna verði ekki eins almenn og æskilegt væri af þesum ástæðum, þó meiga menn ekki láta þennan kostnað algerlega tefja námsskeiðin, því þó dýrt sé að undirhalda sig í svo sem tvo mán- uði, þá er það þó ekkert borið saman við tíðar vélabilanir, sem jafnvel oft eiga sér stað af vankunnáttu. Og víst er það, að á þeim stöðum, sem námsskeiðin hafa verið haldin, hafa að miklum mun mink- að vélabilanir, og er það Ijósasta sönn- unin fyrir nauðsyn þessara námsskeiða. I3á eru námsskeiðin í siglingafræði engu síðnr nauðsynleg, einkum þegar þess er gætt, að vélbátum, jafnvel þólt litlir séu, er ætlað að sækja afla langan veg og á sumum stöðum um há vetur þegar snjóveður eru tíð og allra veðra von. Þannig var það síðastliðinn vetur á Austfjörðum, að rnenn urðu að sækja alla sinn, yfir vetrarmánuðina, suður undir Vesturhorn og jafnvel sunnar. Og eftir því sem menn sögðu mér, sem sjálfir stundu þessa veiði, er það hrein- asta undur, að ekki hlutust fleiri og stærri slys af þeirri sjósókn en þá varð. Sjósókn Austflrðinga. Áður en vélabátar voru teknir til notk- unar á Austfjörðum, var sjósókn þeirra mjög rómuð og átti sér oft stað, að sótt var með 3 menn á bát, þriggja til fimm tima róður frá ystu annesjum; virtist þetta ofdirfsku næst, en lítið liefir það batnað síðan vélbálarnir komu, þar sem nú oft er farin alt að átta til tíu tíma leið fram i haf á þessum bálum, þetta er þó sök sér yfir sumarmánuðina, en eins og nú siðustu ár er farið að tiðkast, að fara slíka vegalengd í marzmánuði á 6 smálesta bát, er næstum neyðarbrauð og myndi aldrei hafa verið byrjað á, ef fiskigöngurnar seinni árin ekki hefðu breyst þannig, að, að öðrum kosti er mjög lítil afla von. Þó tekur út yfir alt, að einmitt vetrarsjósóknin liggur með- fram og yfir, hættumestu farleið lands- ins, íull af skerjum og boðum, vitalaus, sjómerkjalilil og hafnleysi nema fyrir inn- an þessi grunn. Það er því ekki að undra, þólt almenn ósk Austfirðinga sé að fá á þessu svæði eitthvert afdrep sem flýja mætti i undan ofviðrum með báta sína. Vitar, þokuhendinga-áliöld og sjómerki. Svo hagar til að frá Austurhorni til Reyðarfjarðar má fara tvær leiðir, ytri og innri leið. Ytri leið liggur fyrir utan Papey og sker og grunna næst út af henni, en fyrir innan djúpboða lengra úti af Austfjörðunum, er þetta hin al- menna farleið stærri skipa og er þá lialdið langt frá landi. Innri leið liggur fyrir innan Selsker og Papey, milli Máva- llasar og Ketilflasar, í gegnum grunnin milli Papeyjar og lands. Og sökum þess, að þessi leið er oftast vog minni en ytri leiðin munu flestir vélbátarnir velja hana,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.