Ægir - 01.10.1918, Blaðsíða 13
ÆGIR
157
enda er hún mun styttri. Þegar að sunn-
an er komið, er ilt að finna leiðina, eink-
um vegna þess, að engin sjómerki eru á
þessum skerjum sem fara verður á milli
og mundu góð sjómerki á þessum skerj-
um í björtu veðri oft koma að miklu
gagni, en þó væru þau langt frá því ein-
hlít, þar hér eru dimmviðri og þokur
mjög tíðar og ef vel ætti að vera, þyrfti
hér öflugt og gott þokubendingaráhald.
Aftur er miklu auðveldara að finna þessa
leið þegar að norðan er komið, þar sem
vitamálastjórinn hefir sett merki á Skor-
bein; einmitt skerið sem á að sigla ulan-
til við inn í leiðina.
En þótt þetta fengist nú, sem vonandi
verður innan skams, þá er þó ekki hálf
sögð sagan, þar sem eftir er að komast
yfir Breiðdalsvíkina; hér leggja vélbát-
arnir að sjálfsögðu á grunnleiðina en
það er fyrir utan Hlöðu, en fyrir innan
fjarðarboða og Lárunga norður fyrir
Hvopu og út með nesinu, ýmist norður
með Hvopu eða grunt með Kambanes-
inu. Á þessari leið er ekkert sjómerki
eða neitt fyrir sjómanninn að glöggva
sig á nema skerin, sem flest eru í aðal-
dráttum hvert öðru lík. Og það sem lak-
ast er af öllu, að þessar leiðir eins og
ströndin víðast hvar er mjög litið mæld
upp, eða að minsta kosti ekki nærri eins
vel og vera þyrfti. Alla þessa leið mætti
sjálfsagt nota fyrir öll skip stærri og
smaerri, væri nauðsynleg sjómerki og vit-
ar látin sýna hana. Hvernig það ætti að
gerast er oflangt mál að rita um hér,
en vonandi líður ekki á löngu þar til
landssljórnin, í samráði við vitamála-
stjórnarina og farmenn landsins, sér sér
fært að sinna þessum stað. Einkum
mundi það greiða og létla ferðir strand-
ferðaskipa vorra að miklum mun, um
leið og það hjálpaði áður nefndum flota
að stunda veiðar sinar.
Taka Austfirðingar að sjálfsögðu þetta
mál til umræðu i vetur á fundum sín-
um og undirbúa það til að geta lagt
það fyrir næsta Fiskiþing, til frekari
framgangs.
Kúffiskstekjft á Austfjörðuiu.
Eitt af því er mjög tafði veiði á Aust-
fjörðum í sumar, var heituelda, mót allri
venju veiddist engin síld á fjörðunum,
en síld aðflutt bæði dýr og fremur slæm
beita. Tóku því nokkrir menn það ráð
að útvega sér áhald að ná kúfiski (kú-
fisksplóg) og lánaðist það ágætlega, fundu
bæði nægan kúfisk og öfluðu mæta vel
á hann, mun sú beita með framtíðinni
verða mjög almenn þar eins og á Vest-
fjörðum, einkum á opna báta. (Frh.)
Merkisrit
Um sjávarhitann i yfirborði
á norðanverðu Atlantshafi.
í ritgerð minni um áhrif árstiðanna á
líf nytsemdarfiska vorra í 3.-4. tbl.
Ægis þ. á., vitnaði eg á bls. 56 í rit,
sem nefnist Tillæg til Nautisk meteorolo-
gislc Aarbog 1917. Efni þessa rits er yfir-
lit yfir hitann í yfirborði sjávar á norð-
anverðu Atlantshafi frá 50° til 70° n. br.
og 0°—58° v. 1., eða svæðið milli Bret-
landseyja og New-Foundlands, beggja
megin Grænlands og norður og austur
fyrir Færeyjar og ísland. Er þar skýrt
frá mælingum á yfirborðshita á þessum
svæðum, sem gerðar hafa verið nál. 50
ár, eða siðan um 1870 á ýmsum skip-
um, sem siglt hafa til íslands, Græn-
lands og Bandarikja frá Danmörku. Hafa
á þennan hátt safnast saman feikna mikil
gögn til upplýsinga um yfirborðshitenn