Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1919, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1919, Blaðsíða 8
58 ÆGIR Þetta verð er sem næst kr. 200.— pr. sk® og miklum mun lægra en menn hér heima hafa fengið fyrir fisk sinn að jafn- aði. Það er því auðsætt, að af þessum markaði er einkis að vænta fyrir oss Islendinga, eins og stendur. En þegar fiskur lækkar hér í verði, bæði af því að framleiðsla eykst og eftir- spurnin í Norðurálfunni verður minni, af þvi að önnur matvæli falla í verði, þá er eigi loku skotið fyrjr að markaður í þess- um löndum gæti orðið o$s hagkvæmur, einkum fyrir hinar lélegri fiskitegundir. Að vísu stendur til, að Bandaríkin auki útgerð sína að miklum mun, en eftir því sem eg þykist hafa komist að, eru lítil líkindi til að útgerðarmenn þar geti selt fisk sinn neinum mun ódýrari en nú. Vinnulaun eru orðin afskaplega há og engin likindi til að þau lækki nokkurn- tíma aftur. Aðrar nauðsynjar, sem sjávar- útvegur þeirra þarfnast, hafa eigi komist í neitt afskaplegt verð, svo einhver smávegis lækkun á þeim hefði litla þýðingu. Nokkuð líkt er að segja um hinn svo- kallaða »Skin and bone less« fisk, að eg býst eigi' við að hann falli mjög mikið í verði á næstu árum. Hann selst nú að mestu í miðríkjunum í Bandaríkjunum og þó nokkuð í New-York og öðrum bæjum á austurströndinni. í vetur var hann boðinn út í New-York á 29—39 cent lb., eftir því í hverjum um- búðum hann var. Maður sá, er Fiskifélagið studdi til ut- anfarar til að lagra til fullnustu þessa meðferð á fiski, mun, að öllu forfalla- lausu, verða fullnuma snemma á næsta ári. Kemur hann þá heim og getur þá leiðbeint þeim, er kynnu að vilja gera tilraun með að senda slikan fisk. Væri líklega réttara að gera nokkra til- raun með þennan fisk áður en ráðist væri í að koma hér upp verksmiðju til að vinna úr roðum og beinum fiskjarins. En skyldi sú tilraun hepnast, sem eg ekki efa, ef rétt er að farið, þá er alveg sjálf- sagt að koma upp iðnaði til að vinna lím og áburð úr úrganginum. Vitanlega er þetta alt komið undir því,. að viðunandi skipasamband fáist við Am- eríku, því með óhentugu flutningafyrir- komulagi getur svo farið að eigi svari kostnaði að verka fisk á þennan hátt, hversu hátt verð sem fyrir hann fengist á endanum. Ef einhverjir skyldu reyna að verka fisk á þennan hátt og senda hann til Vesturheims, gæti eg, ef þess væri óskað, bent þeim á verzlunarhús, sem með á- nægju vildu taka að sér umboðssölu á honum gegn lágu umboðsgjaldi. Síðastliðið ár var lítið af annari síld á markaðinum vestra en þeirri, sem kom frá Newfoundland. í fyrra vetur var eitt- hvað lítilsháttar selt af norskri síld í Brooklyn, en á þessu ári alls ekkert. Newfoundlandssildin þykir léleg, og fjöldi síldarkaupmanna sögðu mér, að hún seldist eigi, ef góð síld væri á mark- aðinum. Næst hollenzkri síld töldu þeir íslenzka síld þá beztu, sem þar hefði komið á markaðinn. Þegar eg var í Gloucester, fyrri hluta marzm^naðar í vetur sem leið, sögðu síldarkaupmann þar á staðnum, að New- foundlandssíldin kostaði þá komin þar á staðinn um $ 30.—. í Boston hitti eg Norðmann, sem hafði verið við síldarveiði hér heima, á Siglu- firði. Hann hafði mikla trú á, að fram- tíðarmarkaður yrði fyrir síld í Bandaríkj- unum, og get eg eigi betur séð en að það sé rétt álitið. En að sjálfsögðu er það einnig komið undir hentugum samgöngum við Banda- ríkin.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.