Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1919, Blaðsíða 20

Ægir - 01.06.1919, Blaðsíða 20
70 ÆGIR þrem tillögum, tveim frá meiri hluta nefndarinnar, þeim Ingvari Pálmasyni og Bjarna Sigurðssyni, einni frá minni hlut- anum, Herm. Þorsteinssyni.. Eftir miklar umræður var samþykt tii- laga minni hlutans og önnur tillaga meiri hlutans. Nefndarálit. Við undirritaðir, sem Fjórðungsþingið kaus í nefnd til þess að láta álit vort í ljósi um samvinnufélagsskap meðal sjó- mannastéttarin'nar, leyfum oss að leggja fram svohljóðandi nefndarálit: Nefndinni dylst ekki nauðsyn sam- vinnufélagsskapar á meðal sjómannaslétt- arinnar og er einhuga á þeirri skoðun, að vinna beri að því að koma samvinnu- félagsskapnum í fast og reglubundið íorm, svo fljótt sem unt er. Viðfangsefnin eru mörg sem vinna ætti að með félagsskap. Má þar tilnefna samvinnu alla er Iýtur að framleiðslunni,' samvinnu um kaup á því, sem til framleiðslunnar þarf og sam- vinnu um sölu afurðanna. Nú þegar er að vísu byrjuð samvinna á sumum stöðum í Austfirðingafjórðungi um einstakar greinar á því sviði, sem samvinnufélagsskapurinn ætti að ná yfir. En svo mjög er þessu ábótavant, að full nauðsyn virðist á því að glæða samvinnufélagsskapar-áhuga og fræða menn við sjávarsíðuna um sam- vinnufélagsskapinn. En þó ber að líla á það, að hve miklu leyti Fiskifélag íslands ætti að hafa afskifti af þessu máli. Nefndin lítur svo á, að samvinnufélags- skapurinn eigi eingöngu að vera frjáls samtök manna á meðal og alveg óháður sljórnmálum þessa lands. Ætti sá félags- skapur að vera kominn undir dugnaði einstaklingsins, eins og það er komið undir dugnaði kaupsýslumanna og fram- sýni, hve vel sú atvinna heppnast. Aftur á móti virðist rétt vera að Fiskifélag ís- lands styðji að því að fræða félaga sína um samvinnufélagsskapinn, og gera tilraun til þess að glæða áhuga þeirra á sam- tökum í þá átt. Lengra virðist ekki heppi- legt að farið sé að svo stöddu. Eskifirði 7. maí 1919. Bjarni Sigurðsson, Ingvar Pálmason, sem voru í meiri hluta með tillögurnar. Hermann Þorsteinsson (með fyrirvara), sem var í minni hluta með tillögu. Tillögur meiri hlutans: 1. Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélag íslands að láta mann fróðan um sam- vinnumál ferðast um Auslfirðinga- fjórðung til þess að fræða menn um samvinnufélagsskap og glæða áhuga á honum, og telur heppilegt, ef hægt væri, að sameina þann starfa ráða- nautsstarfinu. Tillagan borin undir atkvséði og feld með 6 atkv. gegn 2. 2. Fjórðungsþingið skorar á stjórnir fiskifélagsdeilda í Austfirðingafjórðungi að gangast fyrir því, að tekin verði til umræðu í deildunum samvinnu- mál og gerð tilraun til þess að glæða áhuga á þeim. Tillagan samþykt með öllum greiddum atkv. Þá var borin fram tillaga minni hlutans svohljóðandi: Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélag íslands að það feli erindrekum sínum að vinna meir að samvinnumálum meðal sjávarútvegsmanna en áður hefir verið. Tillagan samþykt með 5 atkv. gegn 2. XI. Fjórðungsbátur. Svohljóðandi tillaga var samþykt með öllum atkvæðum: Fjórðungsþingið leggur til að kosin verði þriggja manna nefnd til að at-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.