Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1919, Blaðsíða 26

Ægir - 01.06.1919, Blaðsíða 26
76 ÆGIR halda uppistögunum. Flaggböja er tengd við belginn með þriggja faðma færi. í henni er góður sigulnagli og þungi, svo flaggið viti ávalt upp. Með þennan útbúnað lagði »Stjarnan« út síðast í febrúar. Það sem formennirnir fyrst ráku sig á var, að lóðarstrengurinn var of snúðharður, svo í land varð að fara og leysa af taumana og réttbera all- an strenginn. í næstu og þriðju ferð veidd- ist lítið, því hákarlinn var ekki genginn á mið, en eftir 1. maí var hann genginn og gaf hann sig þá vel að lóðinni. En olía var af skornum skamti og var því aldrei verið úti nema 4 sólarhringa i senn, og legið stundum inni fyrir olíuleysi. Þegar verið var frammi var lóðin ávalt lögð dag- lega, nema einn dag þótti það eigi fært sakir storms. Legið var þá til með seglum. í hverri ferð fengust þetta 30, 50 og 80 tn. lyfrar. Alls fiskaðist á lóðina 217 tn. lyfrar og hætt var veiði snemma í júní. Lóðin var venjulega látin liggja í sjó 3 til 5 tíma, eftir því hvað gott var um veiði, lengur þegar afli var dræmur. Nokkuð á annan sólarhring var verið að leggja þrjú. köst, j/j tíma var verið að leggja. Önglarnir voru beittir á sama hátt og hákarlasóknir, og var vandi að gera það vel, því önglarnir eru helst til litlir. Lóðin er dregin með spili og þarf skipið að hafa góðan kraft, bæði til að drífa spilið og láta skipið taka fram um leið. Þegar há- karlinn kemur upp í yfirborðið verður að stinga hann svo við hann ráðist. Þá er talíukrókur borinn í hann og spilið látið draga skepnuna inn á þilfarið. Hákarlinn var engu síður vænn á lóðina, en sá, er fiskast á vaði á sama svæði. Þegar mikill hákarl var, eltu stundum lausir hákarlar lóðarhákarlinn upp á yfirborð sjávar, er því gott að hafa með svera skutla eða harpónur til þess að bera í þá og eins ef hákarl snýr sig af taumi, er hann kemur upp úr sjó. Sé straumur þegar lóð er lögð skal leggja á hlið við hann, svo taumarnir berist síður saman. Þegar lóð er dregin, er hún jafnóðum og hún kemur á þilfar dregin aftur á skipið og greidd af tveim mönnum. Aðrir tveir menn beita hana svo um leið og hringa niður. Það er þvi hægt að léggja hana því nær jafnskjótt og lokið er við að draga, enda þykir best að leggja hana aftur á sama stað, þegar há- karl er farinn að hænast að. Meðan lóðin liggur heldur skipið sig í nánd við aðra hvora flaggböjuna, til að týna þeim ekki. Veiðin er öllu vandameiri en veiði með vaðarhöldum, og þarf liðuga menn á þil- fari. Skip til slíkrar veiði þarf eigi stórt, en verður að hafa aflmikla vél. Sæmund- ur heldur að með þessari aðferð megi veiða hákarl fyrir Suður- og- Vesturland. Vitar og- sjómerki. Á Spákonufellshöfða við Skagaströnd (Húnaflóa) hafa verið endurreist hin gömlu sjómerki, sem sé: Grjótvarða, 3 V2 ui, há, á höfðanum, og hvítmáluð flaggstöng nokkru neðar. í merkjalínu þessara tveggja merkja, mega skip leggjast um 400 m. frá suðurenda höfðans á 13—15 m. dýpi. Hafnarviiinn á Siglufirði, sem hefir ekki logað í nokkurn tima, er nú kveiktur aftur. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.