Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 8

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 8
2 ÆGIR Eftir nokkrar umræður um þessar til- lögur var svohljóðandi tillaga frá forseta sainþykt, að málinn yrði vísað til Toll- málanefndar, og var svo gert. Fiskiveiðasýning. 1 þvi máli var svohljóðandi tillaga frá forseta samþykt í einu hljóði, að þing- mönnum yrði skift í tvær nefndir. Voru þessir þvi kosnir í nefndina: Friðrik Steinsson, Vilhjálmur Arnason, Sigurður Eiriksson, Bjarni Nikulásson, Arni Sveinsson, og málinu þar með vís- að til þeirrar nefndar. Fiskimat. Framsögumaður Ingvar Pálmason lagði til að málinu væri visað til Fiskiveiða- sýningarnefndar, og eftir nokkrar um- ræður var svo gert. Vitamál. Eftir miklar umræður um það mál, kom framsögumaður Ingvar Pálmason með þá tillögu, að málinu væri vísað til Fiskiveiðasýningarnetndar og var svo gert, með 7 atkv. gegn einu. Steinollumál. Vísað umræðulaust til Tollmálanefndar. Strandvarnir. Vísað umræðulaust til Fiskiveiðasýn- inganefndar. Þá kom Hermann Þorsteinsson með nýtt mál. sem tekið var inn á dagskrá. Lög um sölu á beitusíld. Eftir litlar umræður var því máli vís- að til Tollmálanefndar. Fundi slitið. Ingvar Pálmason, Herm. Porsteinsson, forseti. ritari. 2. þlngfandur. Fundur settur kl. 3 e. h. föstudaginn 13. janúar og þá tekið fyrir: Tollmál. Nefndin er kosin hafði verið í málið lagði fram svohljóðandi tillögu. Fjórðungsþingið tekur þá stefnu, sem beitt hefir verið á undanförnum árum og beitt er, i fjármálum landsins, óheilln- vænlega og leyfir sér að mótmæla henni. Það litur svo á, að fiskimannastétt- inni og þeim sem að fiskiframleiðslu vinna, sé ofboðið með tollum og skött- um, svo mjög, að þeir fái ekki undn risið. Rað mótmælir enfremur því, að reynsla seinni ára hafi leitt það í ljðs> að framleiðslan til lands og sjávar bafi þolað að varpað væri á hana öllu® þunga dýrtíðarinnar og afleiðingum henn- ar, en öðrum stéttum borgið frá því að finna lil hennar. Telur það augljóst að ef ekki verður horfið frá þessari stefnu, muni kjarkur og starfsþol framleiðanda lamast og þverra. Sérstaklega lílur fjórð- ungsþingið svo á, að sú stefna i tollmál- um að tolla þær vörur, sem nauðsyn- legar eru til þess að gera tilraun til að fi’amleiða, sé mjög varhugaverð. Fjórðungsþingið skorar því á Fiskifélag Islands, að beita sér eindregið fyrir ÞV1 á næsta Alþingi: 1. Að fækkað verði embættum að mikl' um mun. 2. Að dýrtíðaruppból embættismauna og annara starfsmanna ríkisins verði sen1 fyrst afnumin með öllu. 3. Að til landsins verði aðeins fluttai nauðsynjavörur, fyrst um sinn, skerpt eftirlit á aðflutningi óþarfa og spara á öllum sviðum eins og unt er. 4. Að afnuminn verði með öllu tollui a

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.