Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 9

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 9
ÆGIR þeim vörutegundum, sem nauðsyn- legar eru til framleiðslunnar. Tillagan borin upp og samþykt í einu hljóði. Spánartollur. Nefndin í þvi máli hafði klofnað í þrent og kom hver hluti með sína tillögu. Fyrsti hluti nefndarinnar Bjarni Sig- urðsson og Sveinn Benediktsson komu fram með svohljóðandi tillögu: Fjórðungsþingið lelur mikla hættu vofa yfir sjávarútvegnum, ef hækkaður verð- ur að mun aðflutningslollur á fiski á Spáni, og skorar því á þing og stjórn að slaka til á bannlögunum gagnvart inn- flutningi spánskra vína, ef ekki verður unl að ná hagkvæmum tollsamningum á öðrum grundvelli. Annar hluti nefndarinnar, Ingvar Pálmason og Lúðvík Sigurðsson komu fram með svohljóðandi tillögu. Fjórðungsþingið skorar á alþingi og rikisstjórn að láta einskis ófreistað til að uá hagkvæmum samningum við Spán- verja, án þess að raskað verði lögum um aðflutningsbann á áfengi. Þriðji hluti nefndarinnar Hermann Þorsteinsson, kom fram með svohljóð- andi rökstudda dagskrá. í trausti þess að alþingi og stjórn kom- ist að sem bestum og hagkvæmustum iollsamningum um fisk vorn við Spán- verja, og í trausti þess að Fiskiþing og Fiskifélagsstjórn beiti áhrifum sinnm i sömu átt, tekur fundurinn fyrir næsta uiál á dagskrá. Eftir miklar umræður um málið, var fiagskráin borin upp og feld með 8 at- kvaeðum gegn 2. Þá var borin upp tillaga þeirra Ing- vars Pálmasonar og Lúðvíks Sigurðsson- ar, og var hún samþykt með 6 atkvæð- Um gegn 4. 3 Þar með áleit fundurinn, að tillaga þeirra Bjarna Sigurðssonar og Sveins Benediktssonar væi’i feld. Fiskiveiðasýning. Nefndin í því máli lagði fram svohljóð- andi tillögu: Fjórðungsþingið lítur svo á að stór fiskiveiðasýning í Reykjavík sé ekki að svo stöddu æskileg vegna kostnaðar og samgönguerfiðleika. Fjórðungsþingið telur því að deildun- um beri að undirbúa þetta mál og skora á erindreka að beita sér fyrir þvi, að að allar deildir fjórðungsins hafi þetta mál með höndum. Sérstaklega telur það að fiskisýning muni hafa talsverða þýðingu hvað vöru- vöndun snertir. Tillaga þessi var umræðulaust borin upp til atkvæða og samþykt í einu hljóði. Fiskimat. Nefndin í þvi máli lagði frarn svohljóð- andi tillögu: Þar sem augljóst er að fiskverkun er enn ábótavant í ýmsum atriðum, vill fjórðungsþingið skora á yfirfiskimatsmenn að ferðast um og leiðbeina mönnum í því efni, þar eð ný matslög eru gengin í gildi, litur fjórðungsþingið svo á að nauðsýnlegt sé að leiðbeina matsmönn- um svo, að þeim verði fyllilega ljóst hvernig þeir eiga að meta, og meiri sam- kvæmi komist á í matið en verið heíir. Fjórðungsþingið skorar því á stjórn Fiskifélags íslands að hlutast til um að yfirfiskimatsmaður í Reykjavik ferðist um og leiðbeini malsmönnum út um land. Fjórðungsþingið er mótfallið því að nokkuð verði linað á gildandi mats- lögum. Eftir litlar umræður var tillagan sam- þykt í einu hljóði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.