Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 18

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 18
12 ÆGIR eða þeim sem gegnir störfum hans, inn- an 24 tíma að gefa hlutaðeigandi yfir- völdum skýrslu um hvern þann skip- verja, er kynni að hafa farið i land án leyfis yfirmannanna, og ennfremur ber honum að afhenda öll skjöl er snerta slika skipverja. Skipstjóri er og skyldur til að taka við þeim aftur um borð, og setja þá tryggingu er kynni að verða heimtuð. 6. gr. Nú verður skipstjóri að láta ein- hvern skipverja fara af skipinu, annað- hvort um stundarsakir vegna veikinda, eða fyrir fult og alt, sökum þess að sam- ingar eru útrunnir eða ógiltir, og skal hann þá, eða sá er gegnir störfum hans, strax tilkynna hlutaðeigandi yfirvöldum það, og þau tilkynna það aftur innflytj- endaráðinu, svo að það geti tekið málið til meðterðar og kveða upp úrskurð i því. Þegar svo stendar á, ber skipstjóra eða þeim er gegnir störfum hans, að láta af hendi öll skjöl er snerta umrædda sjómenn eða skipverja. 7. gr. Nú komast yfirvöld þau, er rann- saka eiga skipshafnarskrár og önnur skipsskjöl við brottsigling skipa, að þvi, að einn aí skipverjum vantar, og skulu þau þá strax tilkynna innflytjendaráðinu það og kyrsetja skipið þar til ofangreint ráð ákveður hvað gera skuli. 8. gr. Skipstjórar, sem sækja um leyfi til að setja á land sjómann eða skipverja sina, sem ekki uppfylla skilyrði þau sem sett eru i lögum nr. 817, um innflutning fólks og tilskipun frá 4. mars 1880 og 26. apríl 1916, eða sem ekki tilkynna ef einhver skipverja hefir strokið, skulu sæla hegningu samkvæmt ákvæðum 35. greinar í fyruefndum lögum og sam- kvæml 7. gr. og 13. gr. i reglugerð ura afskráning. 9. gr. Sérhver skipshöfn eða sjómaður sem kemur til landsins þvert ofan i gildandi fyrirskipanir, og sem reynir að yfirgefa stöðu sina á skipinu, á einhverri af höfnum lýðveldisins, skal skoðaður sem farþegi, er neitað hefir verið um landsvist, og skal halda honum um borð, enda skal skipstjórinn á skipi því er hann tilheyrir, skyldur að fl}Ttja hann heim aftur á eiginn kostnað, samkvæmt 32. gr. i lögum nr. 817, og ennfremur sæta sektum samkvæmt 17. gr. reglugerð- ar um afskráning. 10. gr. Ákvörðunum innflytjendaráðs- ins um framkvæmd á ákvæðum tilskip- unar þessarar, má skjóta (áfrýja) til landbúnaðarráðuneytisins á þaun hátt, er segir i 17. gr. reglugerðar um afskrán- ing, útgefinni 4. mars 1880. 11. gr. Innflytjendaráðinu ber að gera skipafélögum kunna tilskipun þessa, sem gengur í gildi 90 dögum eftir birtingu hennar. Rekakker i. Sá hinn litli áhugi manna, sem vakn- aði 1916—18 fyrir hinu einfalda bjarg- tæki rekakkerinu, virðist nú vera að deyja út. Eitt einasta blað landsins »Austurland« hefir minst á tæki þetta og þrátt fyrir áskoranir til sjómanna að skýra frá, hvernig það reyndist, hefir ekkert heyrst frá þeim. Hér eru sjótjón og drukknanir að heita má daglegt brauð og drukkn- anir á sjálfri Reykjavíkurhöfn, frá þeim tima að hafnarvirkin komu eru nú 12— 14 orðnar, auk þess, að björgunarskipið »Geir« hefir þegar bjargað 6 mönnum frá drukknun i króknum er hann ligg' ur i og á gamlárskveld siðasta mun hann hafa bjarað þeim sjöunda. Mótorbátar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.