Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 15
ÆGIB 9 um — norður og austur um haíið, uns þær þrevetrar ná Evrópuströndum og breyta sér i hin gagnsæju álaseiði, (»gler- álana«) sem ganga i ótölulegum grúa upp i allar ár og læki, er þær finna fyr- ir frá íslandi og Finnmörk til Miðjarð- arhafsins. Enn er óvíst á hvaða tima ársins állinn hrygnir og hvar eggin klekj- ast; þau eru ófundin enn, og eins álarn- ir, sem að gotum eru komnir. Þetta og fleira á þessi leiðangur að leiða i Ijós, ef unt er, og það verður erfitt að gera það ef Dr. Schmidt tekst það ekki. Vonandi getur Ægir frætt lesendur sina á því, áður árið er liðið, og svo mikla atorku hefir Dr. Schmidt sýnt i þvi að rannsaka líf islenskra nytjafiska, að vel mega islenskir fiskimenn og aðrir, sem af fiskiveiðum hafa atvinnu, óska þess að honum megi takast að rekja hina flóknu lifssögu álsins — sem lika er einn af vorum nytjafiskum, þótt lítið sé um hann skeitt — til upphafsins — eggsins, og hlotnist þar með heiðurinn, að hafa lokið rannsóknum, sem Aristo- teles byrjaði fyrir 2000 árum. En það er ekki aðeins um hrygningu álsins, sem oss íslendingum er þörf á að fá vitneskju um. Alt það nýtt, sem leið- angurinn leiðir i ljós um strauma þessa svæðis, snertir oss einnig, beinlinis eða óbeinlínis, þar sem um upptök og »ræt- ur« Golfstraumsins er að ræða. Þar má lika vænta góðs árangurs, þar sem Dr. Nielsen, sjófræðingurinn, sem var á »Thor«, bæði hér við land og annars- staðar, verður fyrst i stað aðal sjófræð- ingur fararinnar, þangað til að hann hefir gert hinn sem tekur við af honum nógu vel úr garði. Dr. Nielsen hefir getið sér góðan orðs- tir sem sjófræðingur (Hydrograf), þar sem hann hefir lagt grundvöllinn undir sjófræði Miðjarðarhafsins og fyrstur fundið djúpstrauminn, sem liggur út úr því norður með Evrópu, og ef til vill hefir töluverð áhrif á dýralífið við suðurströnd Islands. B. Sœm. Viðhald veiðafæra. Hinn 5. marz 1920 hélt Fiskideildin »Garðar« á Húsavik aðalfund og á hon- um kom fram áskorun til stjórnar Fiski- félagsins um, að hún gæfi upplýsingar um, með hverju efni veiðafærum yrði bezt haldið við, svo eigi fúnuðu. Nokkru siðar en íbndargjörðin barsl skrifstofunni, var nýtt börkunarefni aug- lýst i Norsk Fiskeritídende, hrósað þar mjög og álitið gott. Var þá þegar skrif- að til verksmiðjunnar og eftir að nokk- ur bréf höfðu farið á milli með fyrir- spurnum og svörum gegn þeim, ákvað stjórnin, að kaupa sýnishorn, sem senda skyldi erindrekum til reynslu og voru í þeim tilgangi keyptir 12 járndúnkar með alls 240 kiló af börkunarefninu »Tarcat«. Jnnflutningsleyfi fyrir sendingu þessari var veitt 8. sept. og um haustið kom það og var sent eins og ákveðið var. »Ægir« flutti um sama mund leiðbein- ingu um hvernig nota skyldi efnið, verð- ið var ákveðið og menn ámintir um að reyna þetta og tilkynna svo skrifstof- unni hvernig það reyndist, og yfirleitt álit sitt um það. Á þessum 14 mánuðum, sem liðnir eru síðan sendingin var afgreidd héðan (8. nóv. 1920) hefir að eins 1 maður látið í ljósi álit sitt og er það hr. Ingvar Pálmason á Norðfirði. I 6.-7. tölublaði »Ægis« 1920 skrifar hann itarlega um tilraun þá er hann gerði og tekur einnig

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.