Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 19
ÆGlíl 13 hverfa með allri skipshöfn, kent um að þeir hafi líklega farið með ofmikilli ferð móti sjó og vindi og sprengt planka og annað, er gizkað er á, en um tilraunir til að sporna við þessum tjónum og mannadauða heyrist litið. Erlend blöð, sem hingað berast færa oft fréttir um skipatjón og viða þeim samfara er þess getið, að skipshöfn hafi komist af og því oft þakkað, að skipsbátar þeir, er menn gripu til hafi notað rekakkeri. Vegna þess björguðust farþegar og skipshöfn »Vestu« gömlu er hún var skotin í kaf. Eimskipið »Mielerio« frá Cuba sökk i Golfstraumnum í ofviðri hinn 26. janúar 1920. Fyrsta stýrimanni ásamt 18 mönn- um er í bát hans voru var bjargað frá skipi, eftir að þeir höfðu verið 5 daga á reki og leið öllum vel. Allan þann tíma hafði báturinn úti rekakkeri. Var það ný tegund og nefnist Rouses Patent Sea An- ehor — Rouses rekakkeri. Er það frá- brugðið hinurn gömlu í því, að við það er fest hylki, sem fylt er olíu eða lýsi og gefur frá sér brák. Amerikumenn eru íljótari að bregða við en við hér heima fyrir, er þeir sjá eitthvað það, er gagn getur orðið að og þessi umgetna björgun varð til þess, að þeir fyrirskipuðu Rouses rekakkeri í herskipaflota sinum. Það er óskemtileg vinna að skrifa margar itrekanir um sama efni og vita að það, sem um er að ræða er málefni, sem mönnum er fyrir beztu að fengi framgang og sjá hvergi talað móti þvi eða með, en úr þvi eg byrjaði að rita um þetta mál 1914 og hefi að ölln jöfnu . minst á það árlega síðan, þá ætla eg að gera þá siðustu tilraun og útvega sýnis- horn af því björgunartæki, sem Ameríku- naönnum virðist nauðsyn á báta herskipa sinna. Verði það ekkt við hæfi íslenzkra sjómanna, þá hef eg ekki meira að segja í þessu efni, en aðalástæða til skrifa minna þessi ár, um bjargtæki þetta er sú, að mér hefir oft blöskrað hve slys og drukknanir eru hér tíðar, hefi vel skilið, að skörðin sem þannig koma í okkar fámenna hóp eru það stór, að við þolum það ekki til lengdar, og hefi því reynt að benda mönnum á tæki það, sem hvarvetna hefir reynst vel, ef ske kynni að þeir, sem stunda sjó vildu reyna það og reyndist það vel hjá ein- hverjum, að sá hinn sami léti sitt álit ganga boðleiðina til félaga sinna og stéttarbræðra, svo að þeir vendu sig á að hafa rekakkeri með á sjóinn í bát- um sinum. Mér hefir verið sagt að varúðarreglum væri minna sint meðal sjómanna vegna þess, að menn væru hræddir við gys félaga sinna. Þessu trúi eg ekkí, ekki heldur þvi, að nokkur maður sé svo kærulaus, að hann hugsi ekki um með hræðslu og ógn, hvað um sína nánustu verði þegar hann fellur i valinn, á þeirri stundu, sem hann að eins á það eftir að fara i sjóinn og drukkna. f*að ætti að vera hræðsla fyrir því augnabliki, sem hvetti menn til þess að nota alt, sem á eiuhvern hátt tryggir það, að þeim hépn- ist að ná landi. Rvík 16. janúar 1922. Sveinbjörn Egilson. Skipstjórar og stýrimenn ú Englaudi hafa undanfarið átt við afarmikla örðugleika að striða vegna atvinnuleysis. Skip liggja aðgjörðarlaus og svo munu þeir, er tóku þátt i hernaðinum setja fyrir atvinnu, Er þetta svo alvarlegt málefni, að til tals heflr komið, að hætt verði um tima að halda stýri- mannapróf, þar sem svo margir sem þau hafa, komast hvergi að.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.