Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 14

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 14
8 ,E GI R langt vatnið úr þessu feikna tljóti nái út á hafið og blandist saman við sjóinn. Þaðan verður svo haldið norður yfir Miðjarðarstrauminn, langt norður i haf, (26° N., 50° Y. gr.) norður á hrygning- arstöðvar álsins og á þá að hafa fengist vitneskja um, hvernig hitabeltissjórinn kólnar við botninn, livort það er af köld- um botnstraum öðrum megin eða báðu- megin frá. Frá siðast greindum stað verður svo farið suður og vestur i Karaibahaf til þess að rannsaka sjóbreytingarnar milli þess og hafsins úti fyrir Vesturindíum (Atlantshafsins), hvernig botnsjórinn i þessu hafi, sem er jafn heitt alt árið fær súrefnið (i Miðjarðarhafinu kemur það með kaldari yfirborðssjónum, sem sekk- ur til botns á veturna). Þá á einnig að rannsaka botndýralíf þessa hafs, fá vit- neskju um, hvorl það sé líkara dýralífi Atlantshafs eða Kyrrahafs. Sé það líkara Kyrrahafinu i þessu tilliti á það að sýna, að landsamband hafi verið milli Norður- og Suður-Ameriku, þegar Panamaeiðið var undir sjó. Úr Mexikóflóa verður haldið til Banda- rikjanna (Cape Hatteras) og svo þaðan þvert yfir Golfstrauminn suður og austur á álahrygningarsvæðið; þaðan svo norður að New Foundland (yfir Golfstrauminn i annað sinn, og svo yfir hann i þriðja sinn til Azoreyja, og þaðan loks til Ermasunds og heim, og verður þetta alt samanlagt mjög löng leið. Hið nýja rannsóknaskip er stór botn- vörpungur, sem var keyptur af ensku stjórninni (hafði verið »minesweeper« i striðinu) og útbúinn sem nýtísku rann- sóknaskip með nýjustu og bezlu sjó- og fiskirannsóknatæki, meðal annars 10000 metra vörpustrengi, sem »toga« má með á hvaða dýpi sem vera skal í Atlants- hafinu. lJó að sjórannsóknir sjeu stór þáttur i þessum leiðangri, þá eru þó fiskirann- sóknirnar aðalatriðið. Dr. Johs Schmidt, sá hinn sami og stóð fyrir fiskirannsókn- um á »Thor« hér við land, erforingi far- arinnar. 1904 fann hann fyrstu álslirfuna í Atlantshafi fyrir vestan Færeyjar og varð það til þess að hann fór að leita betur næstu árin fyrir vestan Bretlands- eyjar og Frakkland og fann þar mergð af þeim en ekki hrygningarsvæði álsins. Aður höfðu menn fundið álalirfur i Mið- jarðarhafi, og héldu, að állinn mundi hrygna þar, en Dr. Schmidt hugði þ*r vera bornar inn þangað með straumum utan af Atlandshafi. Til þess að ganga úr skugga um þetta, fór hann (á »Thor«) tvær ferðir um alt Miðjarðarhaf og alt inn i Svartahaf til þess að rannsaka strauma og útbreiðslu fiskaseiða þar og fékk grun sinn staðfestan: Allinn blaut að hryggna langt suður og vestur i bafi. 1910 fann norðmaðurinn Dr. Hjort a rannsóknaskipinu »Michael Sars«, yngn álalirfur, en Schmidt hafði fundið fyríi' vestan Azoreyjar, og benti það á hið sama. Svo kom striðið, svo ekki var gott að gera rannsóknir úti á höfum. 1920 og 1921 byrjaði Schmidt aftur nieð aðstoð Austur-Asiufélagsins danska, sem léði honum stóra mótorskonnortu, er »Dana« hét (og nýja skipið er nefnt eftir) i tvær ferðir vestur i Atlantshaf og a þeim ferðum fann hann hrygningarsvæði álsins, suður og austur af Bermúdaseyj- um, i kringum 26° n. br. og 50° v. 1. gr.» en það er blettur, sem er 7—800 km. á hvern veg, o. ekki mikið minna en Norð- ursjórinn. Þar fann hann svo að segja nýútskriðin álalirfur, 5 mm langar og lengra austur i hafinu ársgamlar lirfur, en stóru lirfurnar fyrir vestan Bretlands- eyjar eru þá tvævetrar. Svona berast lirf- urnar með straumnum — Golfstraumn-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.