Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 21

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 21
far um að rannsaka ástæðuna og reyna að kippa meðferð á fiski í lag, athuga hvernig með hann er farið frá því hann er innbyrtur, þangað til hann er orðinn að útflutningsvöru. Mikið af nr. 2 er ekki aðeins peningar úr vasa fiskeigenda, held- ur einnig hefir það rýrandi áhrif á verð- ið á nr. 1 á heimsmarkaðinum. Allar þær þjóðir, sem flytja út fisk eru nú af mesta kappi að lögleiða fiskimat og koma allri meðferð á fiskinum í sem bezt horf. Á sama tima lesum við það, að verkun á fiski hnigni hér og hefir þó þur fiskur héðan lengst af skarað fram úr fiski annara þjóða. Orsölc er til alls og hér má rekja orsökina að með- ferð versnaði, til skylduafhendingar á blautum fiski til Englendinga í stríðinu. Það er auðvelt að koma ólaginu á, en verra að kippa i lag á eftir. Þar sem nú alt er undir því komið, að fiskverð haldist í hæsta verði, ættu allir sem við fiskverkun eru riðnir að vanda verk sín, ekki sízt nú, þar sem vænta má að ný reglugerð um fiskimat komi fyrir næsta sumar, sem að öllum likindum verður strangari, en sú sem nú er farið eflir, og hugfast verða menn að hafa það, að verði meira en J/4 aAa þeirra nr. 2, þá má búast við erfiðleikum við að selja hann. Reykjavík 20. janúar 1922. Sueinbjörn Egiison. Vitar og sjömerki. í Sandgerði hefir verið kveikt á nýja vitanum. Er hann í ferstrendum gráum turni ofan á framgafii fiskihúss Haraldar Böðvarssonar. Turninn er 9 m hár frá jörðu, ljóskerið 3 m hátt, rauðmálað. Ljósið er 11 m yfir sjó; einkenni: hvít- ur, rauður og grænn blossi á 3 sek. milli- bili. Ljósið er grænt fyrir sunnan stefnu 111°, hvítt frá 111° til llV/i0 (innsigl- ingin á Hamarssund), rautt frá IHV20 til 171°, grænt fyrir austan 171° (yfir Skagarif). Þegar Hamarsund er ófært, er auk vitaljóssins sýnt fast rautt ljós fj’rir neðan vitapall. Ljósmagn hvíta ljóssins 13 sm., rauða lOVs sm., græna 9Vs sm. Breidd 64o02'24". Lengd 22°43'08". Logar 1. janúar til 15. mai. Á Vatnsnesvita austan við Keflavik hefir verið kveikt Ijós eins og getið er um í Lögb.blaðinu 29. sept. 1921. Vita- húsið er grár steinsteyputurn, 5 m hár, með 3J/2 m háu, gráu Ijóskeri, en í vor mun vitinn verða málaður hvítar með lóðréttum rauðum röndum. Ljósið er hvítt og rautt, fast með tvimyrkvum. Ljós- ið er hvitt yfir Keflavíkurhöfn fyrir sunnan stefnu 327°, rautt frá 327° til 356° (yfir Stakk), hvitt frá 356° gegnum 0° til 162°, rautt fyrir vestan 162° (yfir Klapparnef). Breidd 64°00'02". Lengd 22°34'56". Logar 1. ágúst til 15. maí. Aukaljósið í Oarðskagavitannm (sbr. Lögbr.bl. 1921 nr. 22) verður ekki sett upp fyr en i sumar. Vörðurnar í Óiatsvík við Breiðafjörð eru komnar upp, en eru gráar þangað til þær i sumar verða málaðar hvítar og rauðar (sbr. Lögb.bl. 1921 nr. 22). Merkibanjnn á Vaihúsgrnnni við Hafn- arfjörð hefir rekið inn milli skerjanna. Hún mun eins fljótt og ástæður leyfa verða tekin hurt og ekki lögð út aftur. Reykjavík, 9. og 27. jan 1922. Vitamálastjórinn Th Krabbe.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.