Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 12

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 12
6 ÆGIR Fleira kom ekki til umræðu á þinginu. Með þvi var þinginu slitið. Ingvr Pálmason, Herm. Porsteinsson; forseti. ritari. Vilhjálmur Árnason, varaforseti. Friðrik Steinsson, Bjarni Sigurðsson, Sveinn Benediktsson, Bjarni Nikulásson, Sigurður Eiríksson, Árni Sveinsson, Lúðvik S. Sigurðsson. Rétta útskrift staðfestir. Vilhjálmur Árnason, varaforseti. Verðfall skipa. Hinn 24. ágúst siðastliðinn fór sala fram i London, á skipum, er átt hafði félag það, er Sutherland Steamship Compang nefnist og hafði aðsetur i Newcastle. Hafði félagið keypt skipin i febrúar 1920 frá Cardifl. Mun þetta hafa verið nauð- ungaruppboð. Skipin sem seld voru, átta að tölu voru seld fyrir verð það, er hér segir: 1. Eimskipið »Highmead<.( smiðað 1919, 8280 rúmlestir, seldist fyrir £ 60.000, verð þess i ágúst 1920 var £ 280.000. 2. E. s. »Southmead«. smiðað 1918, 8350 rúmlestir selt á £ 60.500, verð i ág. 1920 £ 280.000. 3. E. s. y>Forjar« var smiðað 1912, 6445 rúml., selt fyrir £ 35.250, verð i ág. 1920 £ 150.00. 4. E. s. »Nethermead«, smiðað 1911, 6445 rúml., salt á £ 35.000, verð i ág. 1920, £ 150.000. 5. E. s. »Roxbourg« smíðað 1908, 7500 rúrnl., fór á £ 20.000, verð i ágúst 1920 £ 170,000. 6. E. s. »Ulversmead« smiðað 1907, 6600 rúml., selt fyrir £ 6.100, verð i ág. 1920 £ 130.000. 7. E. s. »Gwgnmead« smíðað 1906, 6600 rúml., selt fyrir £ 23.000, verð i ág, 1920 £ 140.000. 8. E. s. »Yorkmead« smiðað 1906, 6050 rúml., selt fyrir £ 26.300, verð í ág. 1920 £ 150.000. Á hinu sama uppboði var e. s. »San- day« selt fyrir £ 13.000, smiðað 1900, 6123 rúml. Það kostaði £ 55.00 í októ- ber 1917. Þetta verðfall skipa er hvervetna. Hér á landi mun það likt og á hinum áður- töldu skipum, þótt upphæðir séu aðrar en þær, sem hér verður talað um. Árin 1918 og ’19 kostaði hver rúmlesl i ný- smíðuðum mótorbát um 4000 krónur, eða með öðrum orðum, að 12—14 rúm- lesta mótorbátur koslaði með vél og öllu um 50.000 kr. Vegna örðugleika þeirra, sem hver- vetna eru manna á meðal, hafa bátar og skip hriðfallið i verði, sem staíar af þvl> að þuríi einhver að losna við bát eða skip, þá fær hann að eins það fyru fleytuna, sem kaupendur sjá sér fært að greiða, en þeir eru nú farnir að skjrgn- ast eftir, hvort útgerð beri sig og taka skips verð með i þann reiltning. Farmgjöld verða að vera há til þess að dýr vöruskip beri sig, en þau hafa lækkað og útgerð hinna dýru skipa bei sig því ekki. Áf því stafa nauðungarupP' boðin og ógöngur þær, sem skipseigend- ur hafa komist i.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.