Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 20
14
ÆGIR
r
Utgerðarkostnaður.
Fyrir skömmu kom hér á skrifstofu
Fiskifélagsins gamall reyndur formaður
og fiskimaður, einn af þeim fáu núlif-
andi mönnum, sem þekkja allar fiski-
slóðir i Faxaflóa.
Hann kvaðst undanfarið hafa verið að
riða þorskanet og gat þess, að sig furð-
aði ekki á, þótt fiskimenn kvörtuðu um
dýra útgerð; netin sem hann reið voru
60 faðma löng, 20 möskva djúp, (leggur
i möskva 4 þuml.), en netin, sem nota
átti á djúpmiðum, voru úr svo rýru
garni, að i þau voru höfð 6V2 ensk pund,
en af því leiddi það, að netin þola
illa. Kvað hann sitt álit vera, að ættu
net að þola nokkuð og endast, þá ætti
garn í þau ekki að vera rýrara en að 8
pund dönsk færu í hverja netaslöngu.
Sami maður hefir haft þann sið að
bika linur sínar úr hrátjöru, er hann
sauð saman við sjó 2/3 tjöru og 73 sjó.
Sagði hann að þetta samlagaðist vel og
að hann liefði borið heitan löginn á lín-
urnar og hefði sá áburður verið ágætur.
Eitt at þvi, sem skipaskoðunarnefndin
hefir haft til meðferðar eru legufæri skipa
og báta bér við land. f*eir bátar, sem
ytra hafa verið smiðaðir eftir reglum
flokkunarfélaga, hafa allir haft of veik
legufæri og mun það réttu næst, að þau
þyrftu hér við land að vera 25°/o sterkari.
Eyðsla og útgjöld hljóta að koma fram
á mótorbátum þegar formaður treystir
ekki legufærum á slæmri höfn. Hvessi,
er þegar gripið til þess að hita upp
mótorinn, og það miklu fyr en væru
legufæri góð. Mótorinn er látinn ganga
og það því lengur eftir að slota fer, sem
legufæri eru lélegri. Því betri sem legu-
færi eru, þvi seinna þarf að hita upp
mótorinn þegar vindur fer vaxandi og
því fyr má stöðva hann þegar úr veðri
fer að draga, þegar s'vo er ástatt að þörf
þykir að nota hann til að létta undir
áreynslu legufæranna.
Góð legufæri eru dýr, en steinolían
kostar einnig skilding og flestir kvarta
undan þeim lið útgerðarinnar, og ganga
má að því vísu, að traust legufæri geti
oft sparað olíu auk annars, sem má gott
af þeim leiða.
Gott væri ef fiskimenn vildu lesa með
athygli skýrslu erindreka Páls Halldórs-
sonar og má einkum benda á bls. 169 í
Ægi 1921, þar sem hann skýrir frá fé-
lagsskap Húsvíkinga og hvernig fyrir-
komulag þeirra er við aflabrögðin.
Kæmist slíkur félagsskapur á meðal
fiskimanna landsins, er stórt spor stigið
til framfara og viðiéttingar á því, er af-
laga hefir farið hin siðustu árin.
Keflvíkingar munu einnig hafa slegið
sér saman um pantanir sinar og það
mun flestum Ijóst, að sú aðferðin er
drýgst og bezt, að bátaeigendur í veiði-
stöðum semji skrá yfir það, sem þeir
þurfa til vertiðarúthalds, veiðafæri, olíu,
salt, o. s. frv., safni öllum pöntunum
saman i eina heild og fái tilboð og velji
úr þeim, að þeir safni saman fiskafla í
eina heild og selji hann i einu lagi.
Þegar svo stendur á og því verður við
komið, ætli að reyna að fá pöntunina
flutta til kaupenda, það er tryggast og
ábyrgðarminst. Rar sem fiski er safnað
á eina hönd, mun hann fást sóttur til
seljenda, þar sem engin von er um það,
þar sem einn og einn eru að bjóða fram
sinn bátsafla.
Þar sem eins stendur á og fyrir norð-
an, að af bátsafla fæst aðeins helmingur
aflans i nr. 1, verða menn að gera sér