Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1922, Blaðsíða 16
10 ÆGlR verðið fyrir og mun það hin réttasta að- ferð, þegar eins stendur á og hér, að til- raun er gerð til þess að ganga úr skugga um, á og með hverju helzt megi spara. Þar eð enginn annar en hann hefir svar- að i þessa átt, má ganga að því visu, að »Tarcat«, með þvi verði, sem á því er enn þá, sé of dýrt á veiðarfæri hér. Það var árið 1906 að fáein skip frá Akrehavn og Aalesund notuðu koltjöru á reknet sin, er þau voru að sildveiðum hér við land og bar mönnum saman um það, að netin hefðu reynst jafnfiskin og börkuð net og voru að öllu leyti óskemd eftir úthaldið. í janúar 1907 sá ritstjóri Norsk-Fiskeritidende þessi net i Akre- havn. Láu þau þá þur i geymsluhúsi og var hvergi lát á þeim að sjá. Þess ber að geta, að í hvert skifti er þau voru dregin inn, var stráð i þau salti. Hinn 4. marz 1906 hélt ritstjóri Norsk- Fiskeritidende fyrirlestur i Aalesund, um viðhald á sildarnótum og var á þeim fundi skorað á hann að fá upplýsingar um, hvernig Ameríkumenn gej'ma hinar svokölluðu pokanætur, (sem ávalt eru koltjargaðar) milli þess þær eru notaðar. Var það almenn ætlun manna, að ein- hver sérstök aðferð væri viðhöfð, er geymd væru veiðafæri, er koltjara er borin á. Amerikumenn höfðu mikla og langa reynslu á þessu sviði og þangað skrifaði svo ritstjórinn og svar fékk hann á þessa leið: Aðferð sú, sem hér er viðhöfð til þess að verja snyrpinætur gegn fúa, er að bera koltjöru á nelin. Þau eru aldrei barkarlituð, hvort heldur koltjara er bor- in á þau eða ekki. Koltjaran er hið eína efni, sem öllum ber saman um, að sé bezt fyrir netin. Þegar geyma á net i langan tima, þá verður að hreinsa þau vel áður þeim er komið fyrir og þurka vandlega. Ef net- in liggja þannig lengi, harðna þau og þræðir verða stökkir, en þegar þau aft- ur vökna, verða þau voðfeld og þræð- irnir verða sterkari en þó aldrei eins og meðan nótin var ný. Ræðismaður Lootz í Boston hefir einn- ig ritað um þetta atriði, og hefir leitað upplýsinga hjá makrilafiskimönnum, sem öllum ber saman um, að þeir aldrei noti hvorttveggja i senn, koltjöru og barkar- lit og að koltjaran sé áreiðanlega lang- bezt á net. Eftir að tjaran hefir verið borin á net og þræðirnir hafa drukkið hana í sig og netið er orðið þurft, þá er salti stráð í það. Þegar net sem koltjörguð eru, eru tekin til notkunar i byrjun veiðitíma er koltjara borin i þau aftur og þau söltuð áður en lögð eru. Vinur minn, 83 ára gamall, skrifaði mér jólabréf og segir i því: »Eg sá i Ægi« lýsingu á börkunarefni fyrir veið- afæri til þess þau entust sem bezt. Mín reynsla er sú, að ekkert sé eins gott og tjara og er bezt að hafa hana sjóðandi heita þvi þá gengur hún bezt gegnum þættina. Þegar eg reri i Bolungarvík, áður en eg flutti suður (um 1868) þá voru öll veiðafæri bikuð þar. Nú eru allir hættir þvi og nú endast lóðir mörg- um sinnum ver. Þvi trúir enginn, sem ekki hefir reynt, hve miklu sterkara fsei'- ið verður er það er bikað og það kem- ur af þvi, að þegar tjaran þornar i f»r- inu, þá límast þættirnir saman og verða sem einn þáttur, en þó að einhver lög- ur sé borinn i það til að verja fúa, þa verða þættir ávalt lausir hver frá öðrum og eyðilegging rakans nær sér þar betur. Nú eru flestir hættir að bika línur og kvarta um að illa endist og bera því við að ver fiskist á bikuð veiðafæri. Ekki

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.