Ægir - 01.06.1922, Síða 6
'72
ÆGÍR
rétt til að vera formeður á vélbát eða
þilskipí, 6 tll 12 rúmlestir að stærð,
Fyrir skirteini þetta greiðist ein króna,
er rennur i landssjóð.
II. KAFLI.
Um rétt til skipstjórnar og stýrimensku
á skipum alt að 60 rúmlestir.
3. gr. Rétt til að vera skipstjóri á is-
lenzku skipi i innanlandssiglingum, ef að
skipið er yfir 12 rúmlestir, en ekki yfir
60 rúmlestir, að stærð, hefir sá einn, sem
fengið hefir skipstjóraskírteini á smá-
skipum.
4. gr. Sá einn getur fengið skipstjóra-
skírteini fyrir smáskip, er:
a. staðist hefir smáskipapróf eða önnur
æðri íslenzk siglingapróf,
b. hefir verið slýrimaður minst 8 mán-
uði á skipi eigi undir 12 rúmlestir,
c. er fullveðja,
d. hefir eigi verið dæmdur fyrir nokk-
urt það verk, sem svívirðilegt er að
almenningsáliti.
e. sannar, að sjón hans sé svo fullkom-
iu sem nauðsynlegt er fyrir stýri-
menn.
5. gr. Rélt til að vera stýrimaður á
islenzku skipi alt að 60 rúmlesta i inn-
anlandssiglingum hefir sá einn, sem feng-
ið hefir slýrimannsskirteini á smáskipi.
6. gr. Sá einn getur fengið stýrimanns-
skírteini á smáskipi, er:
a. staðist hefir smáskipapróf eða önnur
æðri islensk siglingapróf,
b. hefir eigi verið dæmdur fyrir nokk-
urt það verk, sem svívirðilegt er að
almenningsáliti.
c. sannar, að sjón hans sé svo fullkom-
in sem nauðsynlegt er fyrir stýri-
menn.
7. gr. Sá einn getur staðist smáskipa-
próf, er:
a. kann að marka stað sjdps á sjávar-
uppdrátt og hefir nægilega þekkingu
á sjávaruppdráttum og notkun þeirra
yfir höfuð.
b. kann að nota kompás og ber skyn
á segulskekkju og misvísan,
c. kann að nota skriðmæli og vegmæli,
d. þekkir björgunartækin, hin alþjóð-
legu neyðarmerki og alþóðareglur til
að íorðast ásigling.
e. sannar, að sjón hans sé svo fullkomin
sem nauðsynlegt er fyrir stýrimenn,
f. ritar íslenzku stórlýtalaust,
g. hefir verið háseti eftir 16 ára aldur
að minsta kosti 24 mánuði á skip-
um ekki minni en 12 rúmlestir, eða
verið formaður á vélbát ekki minni
en 10 rúmlestir í 24 mánuði.
8. gr. Eftir að 2 ár eru liðin frá því
að lög þessi öðlast gildi, skal próf það,
er um getur í 7. gr., fara að eins fram
í Reykjavík. Þangað til skulu prófin
haldin í Reykjavík, Vestmannaeyjum, á
Seyðisfirði, Akureyri og ísafirði.
I Reykjavík eru prófdómendur þeir
sömu og við stýrimannaskólaprófin, og
skal forstöðumaður skólans vera for-
maður prófnefndarinnar. Próf þetta skal
halda tvisvar á ári í april—maí á vorin
og nóvember —jauúar að vetri. 1 hinum
kaupstöðunum, sem ofan eru greindir,
skulu prófdómendar vera 3 skipstjórar,
og skal stjórnarráðið skipa formann próf-
nefndarinnar eftir tillögum forstöðumanns
og kennara stýrimannaskólans í Reykja-
vik, en hina tvo eftir tillögu lögreglustjóra;
próf þessi skulu haldin einu sinni á ári,
á þeim tímum árs, sem Stjórnarráðið á-
kveður eftir tillögum bæjarstjórnar.
Stjórnarráðið semur reglur um prófið
og fyrirmynd fyrir prófvottorðum. Hver
sá, er staðist hefir prófið, fær vottorð
um það þegar að afloknu prófi.
Kostnaður við prófið greiðist úr ríkis-
sjóði.