Ægir - 01.09.1929, Blaðsíða 7
ÆGIR
183
engu þýðingarminni, liggja einnig til
grundvallar.
Til þess að skýra, hversvegna aíii svo
að segja bregst á vissum fiskistöðvum
mörg ár í röð, eða hversvegna mikið
aflast á sömu miðum árum saman, er
nauðsynlegt að kynna sér náið lifnaðar-
háttu þorskins á þessum stöðum, og þá
sérstaklega aldur hans og vöxt. Aldurs-
ákvarðanir á þorski og öðrum fiskiteg-
undum, hafa verið tíðkaðar mjög mikið
á síðari árum. Á síðasta áratug síðustu
aldar, fengu menn einkum upplýsingar
um aldur og vöxt fiska við mælingar.
Viss fjöldi fiska sömu tegundar var
mældur, og skipuðust þeir í flokka eftir
stærð, þ. e. eftir aldri. En tveir voru
gallar á þessari aðferð. Annar var sá, að
stærðarflokkarnir runnu saman án glöggra
takmarka, einkum þegar um stóran fisk
var að ræða, svo eigi var hægt að skera
úr þvi, hvort fiskur á takmörkum tveggja
flokka skyldi teljast til eldri flokksins
eða yngri. Hinn gallinn var, að aðferðin
sýndi ekki glögt muninn á vaxtarhraða
fiskins í heitum og köldum sjó. Um síð-
ustu aldamót, byrjuðu reglulegar aldurs-
ákvarðanir á fiski. Sá maður, sem fyrst-
ur mun hafa byrjað á þessu var Pjóð-
verji, Heincka að nafni. Hann ákvað
aldur á þorski og skarkola eftir rótar-
beinum, eyrugga, kviðugga og hryggjar-
liðum, og skrifaði þrjár ritgerðir um
þetta efni í þýzkt hafrannsóknartímarit
)Die Beteiligung Deutschlands an die
internationale Meeresuntersuchungen,
Berlín 1904, 1906 og 1908).
Auk ýmsra beina er hægt að nota
kvarnir og hreistur fiska til aldurs-
ákvarðana. Petta byggist á þvi, að bein,
hvarnir og hreistur vaxa misjafnlega
hratt eftir árstíðum, hægar í kulda og
við sult, hraðar í hita og við nægð fæðu,
eins og allir aðrir líkamshlutar fisksins.
Tafla I. Aldur og lengd á þyrsklingi, teknum á
Seyðisfirði 13. ágúst 1925, (veitt með ádráttarneti).
Lengd í cm Veturgamall (I - Gr.) Tvævetur (II - Gr.) Þrevetur (III - Gr.) Samtals
í5 - í - í
40 - í í
3 3
35 - 1 1
1 1
2 2 4
30 - 1 1
2 2
1 1
2 2
3 3
25 - - 6 - 6
5 5
9 9
6 6
4 4
20 - 2 2
3 2 5
9 1 10
30 30
84 84
15 - - 254 - - 254
606 606
749 749
310 310
79 79
10 - 24 24
Fjöldi 2148 43 12 2203
Meðall., cm 13.47 23.51 34.75
Á beinum, kvörnum og hreistri mynd-
ast þannig breiðir, ljósleitir hringir þegar
vöxtur fiskins er hraður, dökkir, mjóir
hringir þegar vöxturinn er hægur (sbr.
Bjarni Sæmundsson: Fiskarnir bls. 24).
Þorskur, sem veiðist á sama miði, á
sama tíma árs, hefir oftast nær alist upp
við nokkurnveginn sömu kjör, og er því
nokkurnveginn eins að stærð. Aldurs-
rannsóknir leiða ennfremur í ljós að