Ægir - 01.09.1929, Page 16
192
ÆGIR
Sighvatur Bjarnason
fyrv. bankastjóri.
25. jan. 1859. — 30. ágúst 1929.
Svo sem um er getið i siðasta blaði
andaðist Sighvatur Bjarnason bankastjóri
aðfaranótt hins 30. ágústmánaðar. Varð
hann bráðkvaddur, hafði daginn áður
verið úti við, að þvi er virtist við fulla
heilsu.
Sighvatur Bjarnason var fæddur hjer i
Reykjavik 25. jan. 1859. Voru foreldrar
hans Bjarni Kristjánsson tómthúsmaður
og kona hans Þorbjörg Sighvatsdóttir.
Voru þau hjón mjög fátæk og varð Sig-
hvatur að fara að vinna fyrir sér, þegar
er hann komst nokkuð á legg til þess að
lélta undir með heimilinu.
Fimmtán ára gamall komst Sighvatur
í þjónustu Jóns landshöfðingjaritara Jóns-
sonar. Sá Jón þegar að mannsefni var í
þessum dreng og kom honum á skrif-
stofu þáverandi Iandshöfðingja, Hilmars
Finsen. Á landshöfðingjaskrifst. starfaði
Sighvatur síðan, alt til þess er Lands-
bankinn var stofnaður. Árið 1886 varð
hann bókari bankans og hélt þvi starfi
þangað til íslandsbanki var stofnaður
1904. Varð hann þá bankastjóri íslands-
banka ásamt Emil Schou. Hafði hann
þetta erfiða og ábyrgðarmikla starf á
hendi í 16 ár.
En auk þeirrar starfsemi, sem hér hefir
verið talin, hafði Sighvatur Bjarnason á
hendi margskonar opinber störf. Hann
sat í bæjarstjórn, niðurjöfnunar- og skatta-
nefnd, var i stjórn fjölniargra félaga,
einkum góðgerðafélaga, einn af stofnend-
um Oddfellowreglunnar hér á landi, hafði
á hendi umboð fyrir erlend vátrj'gging-
arfélög o. s. frv. Yfirleitt má segja að á
hann hlæðust meiri störf, en flestum er
gefið að anna. En Sighvatur Bjarnason
var allra manna starfsamastur og sam-
viskusamastur. Mun sjaldhittur maður,
sem gengur að störfum með meiri ósér-
plægni og alúð en hann gerði.
Sighvatur Bjarnason kvæntist árið 1886
eftirlifandi ekkju sinni, Ágústu Sigfús*
dóttur, prests Jónssonar frá Undirfelli.
Eignuðust þau níu börn. Dóu tvö þeirra
ung, en sjö komust upp. Af þeim eru nú
tvær dætur dánar, Þorbjörg, fyrri kona
Magnúsar Péturssonar og Jakobfna, gift
Georg Gislasyni, kaupm. í Vestmanna-
eyjum. Eftir Iifa Emelía, gift Jóni lækni
Kristjánssyni, Bjarni kaupmaður, Sigríð-
ur Trybom í Stockhólmi, Ásta kenslu-
kona og Sigfús vátryggingarmaður.
Jarðarför Sighvats Bjarnasonar fór fram
6. sept. og fylgdi fjöldi manna hinum
merka og vinsæla manni til hinnar hinstu
hvíldar.
Björgunarbáturinn.
Svo nefnist saga um hetjurnar á Eng-
landsströndum, eftir R. M. Ballantyne.
í*essa sögu þýddi Commandör H. Ipsen
árið 1869; voru þá sex upplög af ensku
útgáfunni uppseld.
Höfundurinn ætlaðist til, að landsmenn
sínir við leslur bókarinnar tækju eftir
starfsemi þeirra, sem unnu að björgun-
arstarfinu og, að hún yrði til þess að
hvetja mun til að slyrkja þetta velferð-
armál. Það fór alt að óskum.
í eftirmála bókarinnar er skýrt frá,
hvernig fyrsti björgunarbáturinn varð til,
undirtektum manna og vakningu.
Vagnasmiður, Lionel Lukin, búsettur i
London er hinn fyrsti, sem fann upp
björgunarbát. Einkaleyfi á uppfundningu
þessari lékk bann 2. nóvember 1785 og