Ægir - 01.09.1929, Side 21
ÆGIR
19?
Fiskúrgangur.
Eg hefi stundum áður, bæði í »Ægi«
og ýmsum öðrum blaða- og tímarits-
greinum, bent á hve mikið væri áfátt hjá
okkur enn þá með nýtni og hirðingu á
ýmsu, sem fellur til hjá okkur við fisk-
verkunina og alment er kallaður fisk-
úrgangur.
Á þessu hefir að vísu orðið nokkur
breyting á seinni árum, einkum með
nýtingu á fiskilifur og fiskabeinum, en
víða er þetta ekki komið í svo gott lag,
sem æskilegt væri, t. d. eru enn þá nokk-
uð stórar veiðistöðvar, þar sem bátar
koma daglega úr róðri, þar sem lifurin
er alls eklci hirt, eða þá að henni er
safnað í ker og þrær og illa gætt að
ekki tapist af lýsinu sökum leka og yfir-
leitt svo lítil vandvirkni notuð að mest af
framleiðslunni verður iðnaðarlýsi, og er
þetta því einkennilegra, þar sem lifurin
er einhver verðmætasti hluti fisksins.
Þrátt fyrir þetta hefir á árinu 1927 ver-
ið flutt út þorskalýsi fyrir mikið á 4
milljón krónur og væri án efa hægt að
fá þenna lið hærri, ef að alment væri
sýnd meiri nýtni og vöndun við þessa
framleiðslu.
Af hrognum var á árinu 1927 flutt út
fyrir 265823 krónur og er sama um þá
upphæð að segja, að hún gæti líka verið
hærri, ef að vel væri á haldið, því bæði
er að hrogn eru ekki allstaðar hirt þar
sem hægt er, og auk þess er hægt að
verka meira af þeim til imanneldis en
gert er, því hrogn eru víða mjög eftir-
sókt niðursoðin, og fyrir nokkrum ár-
um var flutt töluvert til Sviþjóðar af
sykursöltuðum hrognum, sem verksmiðj-
ur þar keyptu til niðursuðu, en verkun
á hrognum héðan þótti verri en frá Nor-
egi, einkum kvörtuðu niðursuðuverk-
smiðjurnar um, að umbúðir þær, sem
hrognin kæmu í væru ekki eins góðar
og æskilegt væri, og meðal annars væru
notaðar óhreinar tunnur, sem hefðu ver-
ið notaðar til annars áður og tækju
hrognin hragð af því, kváðust því sum-
ar af þessum verksmiðjum verða að snúa
sér til Noregs með innkaup sin, þvi þar
væru þeir óhræddari um, að slíkt kæmi
fyrir. Það er auðvitað ekki hægt að kasta
skuldinni á alla þó að slík óvandvirkni
komi fyrir, en útkoman verður sú sama,
að það kemur óorði á vöruna og landið
sem varan er frá.
Þorskhausarnir, sem áður höfðu svo
mikla þýðingu fyrir okkur og voru flutt-
ir langar leiðir frá verstöðvunum út um
allar sveitir og notaðir til manneldis,
hafa nú um nokkurn tíma verið að
vinna nokkuð af sínu gamla áliti, þó i
nokkuð nýrri útgáfu sé, því siðan að
fiskimjölsverksmiðjurnar risu upp, hafa
þær keypl fiskbein bæði ný og þurkuð
og auk þess hafa útlendingar. einkum
Norðmenn, keypt hér þurkuð fiskbein
nú í nokkur ár, og þó að verðið hafi
ekki verið mjög hátt ca. 150 kr. smá-
lestin f. o. b., þá gerir það minsta kosti
meira en borga þá vinnu og kostnað, sem
fer til að þurka beinin, auk þess sem það
skapar vinnu, sem i mörgum veiðstöðv-
um er hægt að inna af hendi, að nokkru
leyti í landlegum og frítímum.
Á seinni árum hefir fiskimjölsverk-
smiðjum fjölgað nokkuð og nú í sumar
var lokið við smíði einnar nýrrar á
Siglufirði sem, álitið er að muni geta
unnið úr ca. 30 smálestum af fiskbein-
um á dag, og þó að hún geti máske
ekki tekið á móti öllu, sem þar tilfellur,
þá ælti að vera hægt að þurka afgang-
inn, þangað til að veiðitíminn er af-
staðinn.
Það má því merkilegt heita, að í sum-