Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1929, Blaðsíða 23

Ægir - 01.09.1929, Blaðsíða 23
ÆGIR 199 þá að miklum mun og munu gera það á næstu árum. Eg hefi bent á það í annari grein í þessu blaði Ægis, hvað meðalverð íisk- framleiðslu okkar væri lágt borið sam- an við verð það, sem fiskiveiðaþjóðir fá fyrir framleiðslu sína, og eitt ráðið til að jafna þennan mismun er að nýta af- urðirnar sem bezt og gera alt að verð- mæti, sem nothæft er, þó að i fljótu bragði sýnist smávægilegt. Það þarf enginn að bera íslenzkum fiskimönnum það á brýn að þeir standi að baki fiskimönnum annara þjóða i dugnaði eða sjósókn, því þar standa þeir fyllilega jafnfætis þeim, sem lengst eru enn komnir, sömuleiðis hafa þeir á seinni árum fylgst vel með og tekið þau nýj- ustu og beztu framleiðslutæki i þjónustu sína og þó að hingað til hafi orðið frek- ar vankvæði á því, að framleiðslan hafi verið fullnotuð eða það verðmæti hafi fengist fyrir hana, sem hægt hefir verið að fá, þá má þó búast við, að á þessu verði nokkur bót, eftir því sem meiri reynsla fæst og þekking manna eykst á þessu sviði. K. B. Skólaskipið „Köbenhavn“ talið af. Öll von er nú úti um að finna skóla- skipið »Köbenhavn«, sem leitað hefir nú verið að rúmt hálft ár. Fregnir bár- ust eitt sinn um, að skipið hafi sést við eyjuna Trislan da Cunha, en sú fregn reyndist röng. Var það finskt skip, sem hafði sést á þessum slóðum. Austur-Asíu- félagið hefir nú látið hætta leitinni og er nú talið víst að skipið hafi farist. »Kö- henhavn« fór frá Buenos Ayres 14. des- ember s.l., og voru 45 ungir menn með skipinu. Voru þeir að læra sjómensku og áttu síðar að ganga í þjónustu Aust- ur-Asíu-félagsins. — Blöðin í Kaupmanna- höfn hafa nú birt nöfn allra þeirra, sem á skipinu voru. (Sendiherrafrétt). Þegar það fréttist, að »Köbenhavn« hefði sést mannlaus undir seglum við Tristan da Cunha 21. jan. ’29, mátti ganga að því vísu, að hér væri ekki rétt skýrt frá. Danir eru taldir meðal bestu og þrifn- ustu siglingamanna í heimi; prúðmenska sú og dirfska, er þeir hafa sýnt skipreika fólki á sjó, er á margan hátt viðurkend. Þeir, sem ráðin höfðu á »Köbenhavn«, hefðu aldrei og hafa aldrei yfirgefið skip sitt þannig, að segl hefðu verið látin standa, þeir hefðu aldrei aukið hættu stéttarbræðra sinna á hafinu með því að gera mögulegt, að það gæti hreyfst frek- ar, en vindar og straumar báru hið mannlausa skip (derelict). »Köbenhavn« er nú komin á hinn mikla lista yfir horfin skip, og enginn kemur til að skýra frá hvernig slys það vildi til. S. E. Ný lög í Danmörku. þau lög ganga i gildi í Danmörku, hinn 1. janúar 1930, að skipunarorð við stýri skulu vera — stjórnborða og bakborða, þannig, að sé skipun stjórnborða, þá snú- ist skipið til hœgri, en til vinstri, þegar skipunin er bakborða. Pannig er úr sögunni hið marg um- rædda hœgri og vinstri í Danmörku og gömlu orðin fá að halda sér, þótt verkun sé önnur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.