Ægir - 01.09.1929, Page 25
ÆGIR
201
kilo. Skata er seld á líkan hátt og lúða.
— Alt er vigtað i Hull, nema lúða og
skata.
1 Grímsby er aðferð önnur; þar er
ekkert vegið; alt er þar mælt. T. d. allur
d5rrari fiskur er mældur í kössum (box),
hitt lagt fram í scores = 20 stykki, en
þó hver tegund út af fyrir sig.
Uppboðið byrjar kl. 9 f. h. og ervana-
lega búið að selja alt kl. um 11 f. h. —
Uppboðshaldari hefur aðra aðferð, en
hér tíðkast.
Hann byrjar heldur hærra, en nokkur
von er um að fá fyrir fiskinn, t. d. í
kit af þorski 50 shillings; þegi menn,
nefnir hann 49 sh., og svo niður á við
þar til einhver gefur sig fram og segist
kaupa fyrir það verð. Sá sami getur þá
fengið eins mörg kit af þeirri tegund,
sem boðin var upp, fyrir það verð,
sem hann bauð.
Hafi engin gripið fram i er uppboðs-
haldari lækkaði boðin, og honum þykir
nóg farið niður á við með verðið, getur
hann stöðvað uppboðið, en venjan er
sú, að alt er selt fyrir fáanlegt verð.
Tilkynning frá Stjórnarráðinu.
Samkvæmt fregn frá danska utanrfkis-
málaréðuneytinu hefir tollnefnd öldunga-
deildar þingsins í Bandaríkjunum lagt til,
að aðflutningsgjaldið á þorsk og isu, þurk-
aðri og ósaltaðri, skuli lækkað frá 21/*—•
U/2 cts. pr. lb. og á nýjum, frosnum fiski,
— að undanskildu heilagfiski, laks, mak-
ríl og sverðfiski — frá 1—Vs ct. pr. lb.
Þess ber þó jafnframt að geta, að mjög
cr enn óvíst, hvort tillögur þessar munu
ná endanlegu samþykki þingsins.
Slysfarir.
Aðfaranótt laugardags 14. september,
drukknuðu þrír menn, við svonefnda
Elíasarbryggju í Reykjavík.
Um kl. 2 um nóttina varð slyssins
vart; var þegar hafin leit og fyrir birt-
ingu voru öll líkin fundin.
Þeir sem druknuðu, voru þessir:
Guðmunaur Jónsson verkstjóri, Ficher-
sundi 1.
Sigurbjörn Jónasson formaður, Báru-
götu 23.
Jóhannes Björnsson frá Litla-Velli.
Allir voru menn þeir, er þarna drukkn-
uðu, flestum Reykvikingum kunnir. Allir
voru kvæntir menn á besta aldri. Guð-
mundur Jónsson verkstjóri var borinn
og barnfæddur Reykvíkingur. Hann læt-
ur eftir sig konu og níu börn. Auk þess
var gömul móðir hans á heimili hans.
Sigurbjörn Jónasson Iætur eftir sig
konu og 3 börn. Hann hafði og fyrir
öldruðum tengdaforeldrum sínum að sjá.
Jóhannes Björnsson frá Litla-Velli var
maður barnlaus.
Enginn veit hvernig slys þetta vildi
til og rannsókn lögreglunnar hefir eigi
varpað neinu ljósi yfir það.
Úrgangur úr þorskalifur.
Mikið hefir verið unnið að á Newfound-
landi að pressa lýsi úr grút og er undra-
vert, hve mikið af því hefir náðst á þann
hátt. Lýsi það, sem fram er leitt þannig,
hefir reynst ágætt í skepnufóður og ali-
fuglafæðu.
Grúturinn er þurkaður og síðan mal-
aður; hafa búnaðarálastofnanir látið gera
ýmsar tilraunir með fóðurefni þetta og
ber saman um, að það sé hið albesta,
sem fram hefir verið leitt. Sérstaklega
fyrir alifugla.