Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1929, Side 6

Ægir - 01.11.1929, Side 6
254 ÆGIft krónur. Á þessum árum hafði Eiríkur margt í hjáverkum, samdi t. d. reiknings- bók sína, sem kunn er um land alt. Þá tók hann og á eigin spýtur að lesa sjó- mannafræði og árin 1871—74 kendi hann nokkrum ungurn sjómönnum stýrimanna- fræði, þar á meðal Markúsi Bjarnasyni, sem seinna varð sjómannaskólastjóri. Gekk Markús að atlokuu námi hjá honum undir próf hjá sjóliðsforingjum á danska varðskipinu »Fylla« og stóðst það vel. Sumarið 1874 vigðist Eirikur prestur til Pingeyrarklausturs — Kvæntist hann Guðrúnu Gísladóttur, læknis Hjálmars- sonar og settu þau bú að Steinnesi. Gerð- ist Eiríkur brátt hinn mesti búmaður. Hafði hann þó margvíslegum störfum að gegna, lcendi pillum undir skóla og nokkr- um sjómönnum “stýrimannafræði. Auk þess var hann mikið við riðinn ýms sveitar- og héraðsmál. En prestskapar- störf sín rækti hann með framúrskar- andi alúð. Haustið 1879 sigldi síra Eirikur til þess að kynnast lífinu í útlöndum og nema heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla. Dvaldi hann í Höl'n fram undir vor, en fór síðan í ferðalag víða um Þýzkaland og síðan til Englands. og var þá fátítt hér á landi, að menn færu í slík ferðalög. Sumarið 1880 fékk Eiríkur veitingu fyrir 2. kennaraembætti við prestaskól- ann í Rvík og hóf kenslu þar um haust- ið, en kona og börn voru í Steinnesi. Þetta sama haust kusu Húnvetningar hann á þing, ásamt Lárusi sýslumanni Blöndal, en eftir tvö kjörtimabil var hann orðinn leiður á þingmenskunni og vildi ekki gefa kost á sér aftur. Hafði hann þó verið atkvæðamaður á þingi og með- al annars koniið fram lögum um stofn- un Söfnunarsjóðsins. Konungkjörinn þing- maður varð hanu 1901 og sat á þingi þangað lil 1915. Bað yrði of langt mál að telja hér upp allar þær trúnaðarstöður, sem hann gegndi um dagana, en fátt eitt má nefna. Hann var forstjóri Söfnunarsjóðsins frá stofnun og fram til ársloka 1925, gæslu- stjóri Landsbankans frá 1885 — 1909 og aftur var hann kosinn gæslustjóri 1915. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna var hann ij.m hríð, og forseti Ed. Alþ. í mörg ár; varaforseti Pjóðvinafélagsins og i fjög- ur ár forseti Bókmentafélagsins. Öllum störfum sínum gegndi hann með frá- bærri alúð og samviskusemi. Guðrúnu konu sína misti hann árið 1893. Höfðu þau eignast fjögur börn, en þá voru að eins tvö á lífi, Ingibjörg og Eggert, sem nú er bóndi í Viðey. Árið 1900 andaðist Ingibjörg. Þegar prestaskólinn var lagður niður 1911 var síra Eiríki veitt lausn með bið- launum og jafnframt var hann sæmdur prófessorsnafnbót. Ýmsum virðingar- merkjum var hann sæmdur um æfina. Sira Eiríkur var grandvar maður til orðs og æðis og æðsta þrá hans var jafn- an sú, að láta sem mest gott af sér leiða. Hann var maður djúpvitur og gjörhug- ull, og drengskaparmaður með afbrigð' um. Hverjum manni var hann hærri og tígulegri á velli alt fram á elliár, fríðui sínum og alt yfirbragð hans höfðinglegf- Hann var svo stálminnugur, að hann gleymdi nær engu sem hann heyrði og engu sem hann las. — Var það því al- veg stórkostlegur fróðleikur, sem hann hafði safnað á hinni löngu æfi sinni og hann var sífelt að »læra«, að safna a sér fróðleik, alveg fram að banalegu, ÞVI að hann fylgdist manna bezt með þ' sem gerðist utan lands og innan. 1 hópi kunningja sinna var hann oft kálur og ræðinn og allra manna skemtilegastui- En bezt féll honum þó að rökræða una alvörumál við greinda menn.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.