Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1929, Qupperneq 12

Ægir - 01.11.1929, Qupperneq 12
260 ÆGIR endurskoðun siglingalaganna, þá treystir Fjórðungsþingið því, að við endurskoð- unina finnist viðunandi lausn á þessu máli, þannig að vélbátar og minni skip verði veðhæfari en eftir núgildandi lög- um, og tekur því fyrir næsta mál á dagskrá. Samþ. með 7 samhlj. atkv. 5. Friðrik Steinsson lagði fram svo- hljóðandi tillögu: Fjórðungsþingið felur Fiskiþingsfulltrú- um sinum að beita sér fyrir þvi, að lögð verði símalína að Firði í Lóni sem allra fyrst. Samþ. með öllum atkv. 6. Síldarbræðslustöö á Austur- landi, Tillaga nefndarinnar svohljóðandi borin upp: 1. Fjórðungsþing Fiskifélagsdeilda Aust- firðingafjórðungs skorar á rikisstjórn- ina, að hún láti nú þegar gera kostn- aðaráætlun og hefja undirbúning um byggingu síldarbræðslustöðvar á Aust- urlandi, og geri ráðstafanir til þess, að stöðin verði reist þegar á næsta ári, samkvæmt heimild i lögum nr. 49, 7. maí 1928. 2. Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið og stjórn Fiskifélags llsands, að beita sér fyrir því öfluglega við ríkisstjórn og Alþingi, að reist verði síldarbræðslu- stöð á Austurlandi þegar á næsta ári, og þyrfti stöð þessi að vera þannig, að hún gæti jafnframt unnið úr fiski- úrgangi og smáufsa. Samþ. með öllum atkv. 7. Framlögð tillaga frá Ölver Guð- mundssyni svohljóðandi: Með því að Fjórðungsþingið álítur að nauðsynlegt sé að gefa út að nýju skrá yfir merkingu veiðarfæra, mælist Fjórð- ungsþingið til þess, að erindreki Fiski- félagsins, með aðstoð deildarformanna, sjái um útgáfu nýrrar markaskrár fyrir næstu áramót, með sömu skilyrðnm og áður. Gert skal ráð fyrir, að hver maik- eigandi greiði kr. 3 fyrir markið, um leið og þeim er safnað. Samþ. með öllum atkv. 8. Kosning fulltrúa á Fiskiþing til næstu 4 ára, og hlutu kosningu: Níels Ingvarsson með 9 atkv. Vilhj. Árnasyn með 6 atkv. Varafulltrúar: Marteinn Þorsteinsson með 6 atkv., Sveinn Árvason með 6 atkv. 9. Kosin stjórn Fjórðungsþingsins. For- seti: Friðrik Steinsson með 10 atkv. Ritari: Hermann Þorsteinsson með 6 alkv. Varaforseti: Sveinn Árnason með 6 atkv. Vararitari: Björn Ólafsson með 7 atkv. Samþykt var að næsta Fjórðungsþing skyldi haldið á Eskifirði. Gjörðabókin upplesin og samþykt. — Fjórðungsþingi slitið. Friðrik Steinsson, Herm. Porsteinsson. Árni Vilhjálmsson, B. ólafsson, Sveinn Árnason, Jón Björnsson, N. Ingvarsson, Björgv. Benediktsson, Mart. Þorsteinsson, Vilhj. Árnason, Ölver Guðmundsson. Aths.: Flestir fulltrúar Fjórðungsþingsins, hafa óskað þess getið, að ónákvæmlega sé bók- að um kosningu fulltrúa til Fiskiþingsins. Við fyrstu kosningu, fengu þeir Níels, Vil- hjálmur og Marteinn Forsteinsson 5 atkv. hver, en við síöari bundna kosningu um þessa þrjá, fengu þeir Níels og Vilhjálmur, atkvæðatölu þá, sem fundargjöröin skýrir frá. Seyðisfirði, 27. nóv. 1929,- Sveinn Arnason (varaforseti).

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.