Ægir - 01.02.1930, Blaðsíða 4
30
ÆGIR
Árni Geir Þóroddsson með 7 —
Kristján Jónsson — 6 —
Á hinum fyrsta fundi, lagði forseti Krist-
án Bergsson fram:
I. Skýrslu forseta um störf og fram-
kvæmdir Fiskifélagsins, árin 1928—29,
ásamt reikningum og fjárhagsáællun.
II. Blaðið »Ægir« með fjórðungsþinga-
skýrslum Vestfirðinga og Sunnlendinga.
III. Sérprentun af fjórðungsþingsskýrslum
Norðlendinga og Austfirðinga.
Stjórnarkosning fór fram hinn 3. febrúar
siðd., samkvæmt tillögu frá fulltrúa Jóni
Ólafssyni og fór kosning þannig fram:
Forseti var kosinn Kr. Bergsson, hlaut
6 atkv., Arngrímur Bjarnason hlaut 2 atkv.,
4 seðlar auðir.
Varaforseti Arngrimur Bjarnason hlaut
6 atkv., Árni Geir Þóroddsson hlaut 5
atkv. eftir endurteknar kosningar, 1 seðill
auður.
Meðstjórnendur voru kosnir: Geir Sig-
urðsson hlaut 10 alkv., Bjarni Sæmunds-
son hlaut 7 alk., í’orsteinn Þorsteinsson
hlaut 2 atkv., Árni Geir Fóroddsson 1 og
2 seðlar auðir.
Varastjórnendur: Jón Ólafsson kosinn
með 9 atkv., Þorsteinn Forsteinsson með
hlutkesti eftir endurtekna kosningu um
Árna Geir Fóroddsson.
Tveggja manna nefnd til álits um hús-
byggingarmál félagsins var kosin og urðu
fyrir vali: Magnús Sigurðsson, hlaut 6
atkv., Jón Ólafsson, eftir endurtekna kosn-
ingu, hlaut 5. atkv., Benedikt Sveinsson
hlaut 4 atkv. og Þorsteinn Þorsteinsson
hlaut 3 atkv.
Undanfarin ár hafa einstöku menn hald-
ið því fram á þinginu, að breyta yrði
lögum félagsins og kom hið sama fram á
þessu Fiskiþingi, og var því kosin
Milliþinganefnd í þessu máli og samþ. að í
henni væru 3 menn, þessir hlutukosningu:
Arngrímur Bjarnason hlaut 9 atkv.
Hermann Forsteinsson — 7 —
Geir Sigurðsson — 6 —
ffingskýrsluna er nú verið að prenta og
er þar skýrt frá málum þeim, sem fyrir
Fiskiþinginu láu og afdrifum þeirra þar.
Verður skýrslunni útbýtt til æfifélaga
og deilda, hið fyrsta eins og undanfarin ár.
Fiskiþingið stóð yfir í 18 daga.
Stjórnarráðs-
tilkynning.
Reyykjavík, 30. des. 1930.
Með skírskotun til bréfs ráðuneytisins
dags. 26. mars þ. á. snertandi verðlagið
á þorskhrognum til notkunar við sardínu-
veiðar við Marokkóstrendur tilkynnist
hér með, að samkvæmt skýrslu frá
danska konsúlatinu i Casablanca til
utanríkismálaráðuneytisins í Kaupm.-
höfn er verðið á þorskhrognum seni
stendur nálægt 450 frankar fyrir tunn-
una, 130 kg. netto, afhent í Casablanca,
að meðreiknuðum verðtolli 12Vs pct.
Jafnframt er skýrt frá, að verzlunar-
húsið Harald Stornes & Co. — þar í
borg, óski eftir tilboðum héðan um sölu
á þorskhrognum.
Til
Fiskifélags íslands,
Reykjavik.