Ægir - 01.02.1930, Side 15
ÆGIR
41
að nauðsyn bæri til að vátryggja opnu
vélbátana og yfirleitt viðurkendu menn,
að happadrýgra væri að stofna eigið á-
byrgðarfélag, heldur en að tryggja beint
hjá Sjóvátryggingarfélagi íslands, sem
upplýst var á fundinum að tæki báta
þessa til tryggingar.
Einnig var talað um að nauðsynlegt
væri að fá góðan innsiglingavita á Vatn-
eyri og er þetta aðaláhugamál deildar-
innar og þorpsbúa yfirleitt. Á Patreks-
fjörð er mjög mikil sigling, farþeg«skip
flest koma þar, þau er fara vestur og
norður um land, og fjöldi innlendra og
erlendra fiskiveiðiskipa.
Það er þvi nauðsynlegt að þarna komi
myndarlegur innsiglingaviti. Deildarmenn
fóru fram á það að Fiskifélagið léti af
mörkum helming stofnkostnaðar, er ætla
mætti að næmi um 3000 kr., en hinn
helmingurinn yrði fenginn annarsstaðar
frá.
Hinn 19. sept. fór eg til Tálknafjarðar,
náði fundi saman á Sveinseyri og stofn-
aði fiskideild í Tálknafirði. Óvæntar ann-
ir hömluðu ýmsum frá að sækja fund-
inn, sem ella höfðu áformað að mæta
þar. Á fundinum var kosin bráðabirgða-
stjórn deildarinnar, þeir Bjarni Kristjáns-
son, Helgi Guðmundsson og Knútur Há-
konarson, allir á Suðureyri. Mun deild
þessi nú vera formlega gengin í Fiski-
félagið.
Síðar í haust hélt eg fundi í deildun-
um á Suðureyri í Súgandafirði, Hnífsdal,
svo voru og haldnir 2 fundir í ísafjarð-
ardeildinni. Komu á fundum þessum til
umræðu ýms mál, er síðar voru tekin
fvrir á fjórðungsþinginu.
Að öðru leyti hefir ekkert sérstakt til
Oðinda borið á sviði sjávarmálefna s.l.
ár. Samvinnufélag Isfirðinga féklc 2 nýja
vélbáta til viðbótar í haust, er heita »Auð-
björn« og »Gunnbjörn«, prýðisfalleg skip
og vönduð að smíði. Eru þá 7 vélskid
samvinnnfélagsmanna, og ekki ætlast til
að þau verði fleiri.
Nefna má og það, að frystivélar hafa
verið settar i öll fjögur íshús ísafjarðar,
og auk þess í Súðavík, Bolungavík og
Suðureyri, svo sem viðar á landinu.
Að öllu samantöldu má telja þetta ár
eitt hið bezta ár fyrir sjávarpláss Yest-
fjarða.
í janúar 1930.
Kvisiján Jónsson
frá Garðsstööura.
Landhelgi íslands
1930.
Fádæmi mun það vera í veraldarsögunni,
eða öllu heldur einsdæmi, að þjóð geti, á
tæpum tveim mannsöldrum, haldið tvö
þúsund-ára afmæli, en þetta hlotnast okk-
ur íslendingum.
Að sumri eru 56 ár liðin frá því að öll
þjóðin hélt fagnandi þúsund ára afinæli
sitt, og að sumri heldur þjóðin hátiðleat
1000 ára afmæli alþingis, elsta þjóðþings-
ins í heimi.
Hafi verið ástæða til þess, að íjölmenna
á Þingvöll 1874, er ekki síður skylt og
ljúft að gera það 1930, bæði til þess með
nærveru sinni þar, að sjá og tigna þing-
staðinn forna og um leið minnast þar
Alþingisins forna með öllum þess kostum
til eftirbreytni og öllum göllum til varn-
aðar.
A hinum fornhelga stað, »þar sem enn-
þá Öxará rennur ofan í Almannagjá«, á
Alþingi íslerdinga að koma saman 1930
til þess að semja lög og »samþykkja ein-