Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1930, Page 17

Ægir - 01.02.1930, Page 17
ÆGIR 43 ekki síst Norðmönnum, sem aldrei hafa viðurkent þriggja sjómílna takmarkið hjá sér. Það er því bæn min til allra landa minna, að þeir fylki sér nú saman um þetta mikla og merka mál með óskum og áskorunum til Alþingis. að láta lög um landhelgi íslands verða fgrtsu lögin, sem það samþykkir á hinum fornhelga þing- stað og þar sé skýrt og hiklaust kveðið svo á, að landhelgi vor sé 4 mílufjórðung- út frá ystu takmörkum þar er sjór geng- ur eigi yfir um fjöru, og að allir firðir og flóar ístands teljist til landbelginnar an- nesja milli, (séu lokaðir útlendingum). Þegar Alþingi íslendinga hefir tekið í sínar hendur löggjöfina um landhelgi ís- lands og ákveðið hana svo sem hér segir, þá loks er alt ísland endurheimt okkur ís- lendingum sem fullvalda ríki, og þá fyrst getum vér sungið frjálsri sterkri röddu bæði á sjó og landi »íslands þúsund ár«. Húsavík, 31. des. 1929. Júl. HavsteoD. Lendingabætur. Margt hefir verið rælt og ritað, er að °ryggi sjómanna lýtur, og margt hefir ver- íð framkvæmt til tryggingar lífl þeirra og heilsu á siðari árum; er það lofsvert, þó enginn hlutur ælti að vera sjálfsagðari en Það, að styðja á allan hátt að öryggi þeirra, er starfa að þessum stærsta, en jafnframt þ*ttulegasta atvinnuvegi þjóðarinnar, þess atvinnuvegar, er megin hluti íslenzkra karlmanna starfar að meiri eða minni hluta æfinnar. þjóðinni er því sem heild kunnugt um erfiðleika og hættur þær, er sjómenskunni eru samfara. f*ar sem þessi atvinnuvegur getur með réttu kallast slagæðin í athafna- lifi þjóðarinnar, er allir aðrir atvinnuvegir njóta að meira eða minna leyti góðs af, þá væri undarlegt, ef þjóðin sýndi ekki fullan skilning og velvild öllu því, er til umbóta horfir á þessu sviði. Nú eru fiskiveiðar reknar að mestu á þrem tegundum skipa: Gufuskipum, mótor- skipum og opnum skipum með hjálpar- vél (trillubátum, mjög óviðfeldið nafn). Gufuskip og stærri mótorskip hafa bæki- stöð sína þar sem góðar hafnir eru og sæmilega settar til að sækja frá til beztu fiskimiðanna. Minni mótorskipin eru víðs- vigar kringum landið, en verða þó að hafa sæmilega öruggu höfn til að liggja á. Opnu skipin ein eru nothæf þar, sem lélegar eða engar hafnir eru og verður þvi að setja þau á þurt land eftir hverja sjóferð. í mörgum útkjálkaveiðistöðvum, er liggja fyrir opnu hafi er miklum erfiðleikum bundið að notast við þessa svo nefndu trillubáta, skipin hafa víða verið stækkuð og styrkt til þess að þola vélarnar og jafnframt auka burðarmagn, þau eru því þyngri i vöfum á landi eu áður var og þótti þó ekki á það bætandi. Auk þess eru færri menn með hverju skipi, og þeir ver liðaðir lil þess að bjarga skipum und- an sjó, einkum verður það tilfinnanlegt þegar ilt er að lenda. Afleiðingarnar eru því þær, að lendingabætur á þessum slöð- um er nú aðkallandi nauðsynjamál, þó alt slarkaðist af með gamla laginu um skip og menningu. Ég ætla nú að lýsa að nokkiu lending- um í Grindavík, eins og þær eru nú, og geri ráð fyrir að fleiri útkjálka verstöðvar hafi svipaða sögu að segja að einhverju leyti. Lendingar í Grindavík. Eins og nú stendur eru þrjú sund eða

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.