Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1930, Síða 18

Ægir - 01.02.1930, Síða 18
44 ÆGIR leiðir nolaðar í Grindavík, er heita: Þór- kötiustaðasund (austast), Járngerðarstaða- sund (í miðið) og Staðarsund (vestast). Sitt sundið er út frá hverri vík, út frá svonefndum hverfum. Þórkötlustaðarsund er þrautasundið í flestum átlum, þegar snögglega brimar og skip eru á sjó. Aðal- lendingin þar er í Þórkötlustaðanesi, og síðan vélar komu í skipin nær eingöngu notuð; hún snýr nálega mót austri. Með lágum sjó er klapparhryggur upp úr fyrir sunnan lendinguna, er hann ágætt skjól í brimi þar til yfir hann fellur. Fyrir ofan lendinguna tekur við slórgrýltur malar- kambur, er rótast mjög þá mikið brim er. Það má segja, að eftir hvert stórbrim verði að ryðja og siétta vörina. Þegar fallið er yfir klapparhrygg þann, sem er fyrir sunn- ann vörina, fer að veiða ilt að lenda skip- um ef brim er, og versnar eftir því sem hækkar í sjó. Oft getur verið vel fært að fara inn sundið þó ómögulegt sé að lenda þegar hátt er orðið i sjó. Iíoini skip úr róðri þegar svo stendur á, verða þau að bíða úti fyrir lendingunni þar til aftur lækkar svo í að fært sé að lenda, er það mjög bagalegt og getur verið bættulegt ef dimma fer í hönd eða sjór fer versnandi. En þelta verður fyrst verulega varhuga- vert ef mörg skip úr Járngerðarstaðahverfi verða að leita þar lendingar. — Eins og sakir standa nú, getur ekki í neinu tilfelli lent þar nema eitt skip í einu, telst svo til, að það taki 20 mínútur að koma hverju skipi frá svo það næsta geti lent. Um Þór- kötlustaðasund ganga nú 10 skip, utn Járngerðarstaðasur.d 16 skip; færi nú svo að öll þessi skip þyrftu að leita Iands á þessutn eina stað, sem vel getur hent sig, þá er fljótséð, hve óhæfilega langan tíma tæki til þess að lenda öllum þeim skipum. Jafnvel þó hægt jTrði að koma skipum frá á eitthvað skemri tíma með næguin mannskap. Það hefir, sem betur fer sjaldan komið fj'rir að allir Járngerð- ingar hafi oiðið að hleypa til Þórkötlu- staðasunds, en árlega kemur það fyrir að fleiri eða færri verða að leita þar lands, og það getur auðveldlega komið fyrir að Járngerðingar verði allir að gera það og ef til vill Staðhverfingar líka. Af þessu getur auðveldlega leitt slór slys, eins og allir hljóta að sjá, er eitthvað þekkja til svipaðra staðhálta og hér um ræðir. Það væri hörmulegt ef manntjón hlytist, ef til vill í stórum stíl, af því að ekkert hefir verið geit til umbóta á þessari þrauta- lendingu. Það sem hér þarf að gera er: 1. að fá verkfræðing til að skoða stað- háltu og ákveða hvað gera þarf. 2. að framkvæma verkið svo fljótt sem kostur er. Sprenging í skipi. Rannsóknarskipið „Carnegie" brennur- Skipstjórinn bíður bana og margir menn meiðast. 30. f. m. vildi það slys til, að ben- sinsprenging varð í rannsóknarskipinu »Carnegie«, og beið skipstjórinn og annar maður bana, en margir brendust eða særð- ust, og vorn fjórir fluttir i sjúkrahús, þungt haldnir. Slys þetta varð í Apía-höfn í Samóaeyjum, en þær eru skamt fyrir sunn- an miðjarðarbaug, nokkru vestar en í miðju Kyrrahafi. — Eftir sprenginguna kviknaði í skipinu og brann það alt fyrir ofan sjó og ónýttist með öllu. Eidurinn barst í fimm skip önnur þar í höfninni, og brunuu þau meira og minna. Rannsóknarskipið »Carnegie« hafði tví ■ vegis komið hingað til Reykjavíkur, fyrst sumarið 1914, en f síðara skiítið f fyrra-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.