Ægir - 01.02.1930, Page 21
ÆGIR
47
— Reyndar eiga þau bæði heimiiisfang á
Eskiflrði, og geta lesendur bætt þeim við
og skipverjatölu þeirra, sem mun vera
samtals á báðum 44 skipverjar.
Eins og skýrslan ber með sér, þá hefir
komið á land 30857 skpd. af fiski á Aust-
urlandi á þessu ári, talið í þurri fiskvigt.
Þetta mun ekki of talið, því reynslan befir
sýnt, að skýrslur okkar erindrekanna eru
of lágar, þetta frá 7 — 10°/o. Þessi afli ætti
því að vera að verðmæti, reiknað með
verði fyrir fisk frílt í skip, að minsta kosti
23/t milljón krónur, og sé með talið lýsi
og bein (hausar og hryggir), sem komið
bafa ur þessum afla, þá mun óhætt að
telja verðmæti aflans 3 milljónir króna.
Þetta ár rnun ekki geta talist meðalár
hér, þegar á alt er litið, en út í það atriði
ætla ég ekki að fara nú. Skýrslurnar tala
fyrir sér um það, það sem þær ná.
En ýmsa agnúa, stóra og smáa á fyrir-
komulagi útgerðarinnar, hafa útvegsmenn
sérstaklega komið auga á á þessu ári,
sem vonandi verður reynt að lagfæra, og
væri óskandi að komandi Fiskiþing og
Fiskifélagsstjórn gerði alt sitt til að lag-
færa slíkt.
Seyðisfirði 31. des. 1929.
Hermann Porsteinsson.
Leiðrétting.
í 11. tbl. »Ægis<n 1929, er á bls. 234
getið þeirra 11 manna, sem fórust á »Giss-
uri hvíta« og er þar eins og í fleiri blöð-
um, rangt skýrt frá nafni 6. manns í röð-
inni, Sigurðar Jónssonar frá Aðalvík, sem
fór á land í Aðalvík, og varð þar eftir,
en nafn Guðmundar G. Guðmundssonar
frá Álftafirði, hefir fallið úr. Hann fórst
®eð skipinu.
r
Attræðisafmæli.
Ámundi Ámundason er fæddur 10. febr.
1850 á Sandlæk i Eystrihrepp og voru
foreldrar hans Ámundi Guðmundsson frá
Syðra-Langholti og Guðríður Guðmunds-
Anumdi Amundason,
dóttir frá Sandlæk, og bjuggu þau allan
sinn búskap á eignarjörð sinni, Sandlæk,
og eignuðust 8 börn, er öll komust til
fullorðins ára. Er mikil ætt út af þeim
komin og margt af því fólki hér í bænum.
Um tvítugs aldur fór Ámundi til sjó-
róðra og réðist hann þá á útveg Jóns
Þórðarsonar í Hlíðarhúsum, og var á hans
útveg allar vertíðir, en heima við heyvinnu
hjá foreldrum sínum á sumrin.
1876 flutti Ámundi alfarinn til Reykja-
víkur og giftist nokkru sfðar Jódísi dóttur
Jóns Þórðarsonar, hinni mestu ágætiskonu,