Ægir - 01.02.1930, Page 25
ÆGIR
51
Bergmáls-dýptarmælir.
Mönnum hefir fyrir löngu dottið i hug
að nota úthreiðslu iiraða og endurkast
ldjóðsins til þess að mæla sjávardýpið, á
sama hátt og mæla má fjarlægð frá
hjörgum með þvi að skjóta eða blása í
flautuna og atlmga, hve lengi hljóðið er
að fara fram og aftur milli skips og
hjargs.
Fyrir nokkurum árum tókst Þjóð-
verjum að gera mæli af þessu tæi, all-
margbrotið áhald, er þeir nefndu Echo-
lotapparat (bergmáls-dýptarmæli), þar
sem hljóðbylgjur eru sendar frá plötu
öðrum megin á skipsbotninum niður í
sjóinn og kastast aftur frá botninum
upp að skipinu og lenda þar á móttöku-
plötu, hinum megin við kjölinn. Með
ýmsum raforku-útbúnaði berst svo
hljóðið upp í móttöku áhald á brúnni,
þar sem skipstjóri eða stýrimenn geta
hlustað tímaun frá sendingu til móttöku
og af því reiknað dýpið út, eða beinlín-
is lesið dýpið á hverri mínútu á þar til
gerða tcflu, eins og þegar loftþrýstingur
er lesinn á sjálfritandi loftvog (haró-
graf). Sparar þetta allt mikinn tíma og
umstang, ef oft þarf að stika dýpið og
evkur öryggi skipsins mikið á varasöm-
uni leiðum.
Bergmáls-dýptarmælir frá Atlaswerke
i Bremen var settur í þýzka rannsókna-
skipið „Meteor“, þegar það fór i eina
uiildu Suður-Isliafsför 1925—1926 og
1-eyndist liann ágætlega. — Danska
i’annsóknarskipið „Dana“ fékk einn
(frá sama firma) áður en hún fór i
sinn langa leiðangur umhverfis jörð-
ma og er látið mjög vel af honum. —-
t) Hefir umboðsmann fyrir ísland: Geir H.
^ega, kaupinann, í Reykjavik.
— liefur fengið hann líka og reyndi
„Hvidbjörnen", danska varðskipið nýja
hann hér i naust við Vestmanneyjar
með góðum árangri.
Þessir mælar, sem einkum eru ætlaðir
til vísindalegra dýptarmælinga, eru
mjög dýrir (kosta tugi þúsunda), en nú
eru Bretar farnir að smíða ódýrari
mæla af líkri gerð (Echo-Sounders)
handa lier-, farþega- og' flutningaskip-
um og jafnvel lianda togurum (einn
enskur togari hefur reynt einn á íslands-
ferð, og lætur vel jrfir honum) og liafa
nú fjöldamörg skip mælinn. Verður
liaim væntanlega brátt algengur, því að
nákvæmnin i mælingunni er furðu mik-
il, 1 fet eða jafnvel minna á 3—4 og nið-
ur að 15—20 föðmum og lik er útkom-
an þó að dýpið nemi hundruðum faðma.
Sá er galli á, að þessir mælar eru æði-
dýrir, þótt þeir séu sag'ðir „ódýrari“ hér
að ofan. Firmað Henrjr Hughes & Son
í London,1) sem smíðar þá og önnur
mælingartæki fyrir flotamálastjórnina
brezku býður þá fyrir 275—425 pd. st.
handa togurum og flutningaskipum, fyr-
ir utan ísetningu í skipið, sem kostar
víst töluvert.
B. Sæm.
Fiskideildir nýstofnaðar.
Fiskideild í Vopnafirði, »Vísir«.
— á Skálum á Langanesi,
— á Tálknafirði, »Hvöt«.
Þessar deildir allar ern stofnaðar haust-
ið 1929.