Ægir - 01.03.1930, Síða 3
ÆGIR.
MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS.
Pieykjavík, — Mars 1930.
Nr. 3.
Björn Sigurðsson
fyrv. bankastjóri.
Minningarorð.
Björn Sigurðsson fyrv. bankastjóri var
iæddur 29. október 1856 að Þverá í Hall-
ardal. I’oreldrar lians voru Sigurður Finn-
^ogason og Elísabet Björnsdóttir. Ólst
* jorn upp lijá ömmu sinni, Siguriaugu
innsdóttur frá Syðri-Ey, er dvaldi hjá
jongdasyni sinum, Árna Jónssyni á Þverá,
nnuni merkasta bónda. Fékk Björn þar
'ið bezta uppeldi. Árni kom honum 16 ára
gömlum til Jakobs Holm verzlunarstjóra
í Hólanesi sem verzlunarlærling. (Kona J.
Holm var skáldkonan Thorfhildur Þ.
Holm). — Verzlunina á Hólanesi átti þá
Fr. Hillebrandt stórkaupmaður i Kaup-
mannahöfn, og aðra á Blönduósi. Við
þessar verslanir starfaði Björn til skiftis
og síðan hjá verslun Jolian Georg Möllers
á Blönduósi. En vorið 1879 réðst hann til
Eskifjarðar og tók þar við forstöðu versl-
unar Jóns kaupmanns Magnússonar og
gegndi þar jafnframt póstafgreiðslu —
var fvrsti póstafgreiðslumaður á Eski-
firði.
í október 1882 sigldi Björn til Kaup-
mannahafnar og kyntist þá Tryggva
Gunnarssyni á leiðinni. Varð það til þess,
að hann réðst til Gránufélagsins, var á
skiifstofu félagsins í Höfn á vetrum, en
i lausakaupaferðum á sumrin. Gegndi
liann því starfi í þrjú ár.
Næsta ár rak hann umboðsverslun fyrir
eigin reikning, en 1887 ætlaði liann að
ganga í verslunarfélag við Jón Guðmunds-
son í Flatey. En Jón dó þá um það leyti,
svo að ekkert varð úr félagsskapnum.
Björn tók þá við versluninni í Flatey og
rak liana í allmörg ár og stofnsetti þá
líka fyrstur verslunarstaði i Skarðsstöð og
Búðardal, og keypti Ólafsvíkurverslun
hina gömlu.
Frá árinu 1903 rak B’jörn umboðs- og
heildsöluverslun í Kaupmannahöfn, en
1910 var hann skipaður bankastjóri
Landsbankans og gegndi því starfi þangað
til 1916. Þá um sumarið var hann sendur