Ægir - 01.03.1930, Page 11
ÆGIR
61
og gjörist máske ekki þörf, en „Ægir“ vill
nú minna á þetta atriði og fetar þar í spor
þeirra blaða, sem á sínum tíma hvöttu
bæjarbúa til að hafa málað og skreytt hús
sín fyrir komu gestann í júní næstkom-
andi.
Reykjavík 20. mars 1930.
Sveinbjörn Egilson.
Sjðrinn
og rafkveikjuvélarnar.
Vel er það farið, hversu sterk breyfing
er vöknuð til þess að reyna að afstýra slvs-
uni á sjó. Og er það síst að lá, þótt tilfinn-
anlegur sé kostnaðurinn, hversu vel að
revnt er frá hendi löggjafanna, að ákveða
Um útbúnað allan á skipum og bátum. En
þar fer sem oftar, að lög þau vcrða oft
ærið mikið pappírsgagn. Fer svo um öll
Þau lög og lagasetningar, sem ekki eru
brend i huga manna af eigin hvötum eða
°igin framtakssemi, sem kom í ljós af því,
að viðkomendur sjái og viðurkenni þörf-
ma fyrir tilveru laganna.
hað virðist heilbrigð hugsun, að sjó-
mennirnir sjálfir viti best hvað þarf að
Vera, í þessu efni, og ekki ])arf. Og þó er
sv° í rauninni, að virst hefir nauðsynlegt
að löggjöfin tæki hér í taumana og fvrir-
•^kipaði ýmislegt með lögum. Þessi lög um
utl)únað og fleira á skipum og bátum urðu
þvi, og eru, í eðli sínu þvingunarlög, sem
var og er tekið með hangandi liendi. Enda
eru skoðanir og útl)únaður afar misjafnt
íramkvæmt á ýmsum stöðum, og eykur
það á óvinsældina. Einn sleppur með svo
iangtum — langtum minni koslnað en
annar. Þessa eru mörg dæmi. Og það virð-
!st liart, að sjómennirnir, sem sjálfir eiga
að nota skip og áliöld öll og eiga að reiða
líf sitt og annara á það, sem þeir vilja
hafa — eða sýnist nóg að bafa — svona
eða svona, skuli engu mega um ráða, hvað
sem það kostar, sem til þarf að bæta. —
Enda fer oft svo, að Jögum þessum og fyr-
irskipunum er ekki blýtt — nema með
augnaþjónustu. Til þess að tala ekki alveg
út í bláinn, skal ég taka sönn dæmi: For-
manni báts er skipað, af skoðunarmönn-
um, að hafa með: rekakkeri, bárufleyg,
slökkviáhald eða i þess stað 2 góðar blikk-
fötur (opnir bátar) o. fl., o. fl. Jú, hann
hefir það með út í verið — en eftir
þann dag, sem hann notaði til að flytja sig
í verið, kemur þetta ekki í bátinn. Hann
íform.) lagði þetta strax „upp á malir“
og svo gat það „átt sig“.
En hvernig stendur á þessu? Er óvildin
yfir því „að vera skipað“ þetta sterkari
skyldutilfinningunni um að vernda líf sitt
og þeirra, sem ráðnir hafa verið með á
bátinn? Eg geri ekki ráð fyrir því — að
minsta kosti ekki eftir að fyrsta reiðikast-
ið er úti, yfir landkröbbunum, sem „skip-
uðu“ þetta — heldur muni liér að eins um
að kenna hugsunarleysi — vöntun á því,
sem hverjum formanni ber skylda til að
sýna gagnvart sjálfum honum og þeim,
sem á landi eru og unna honum, og gagn-
vart þeim, sem bann hefir fengið með sér
— vöntun á aðgætni. Og því er miður.
Þegar það nú er athugað, að jafnvel
ekki lagaþvingun nægir til þess, að eins
varlega sé farið og hægt væri — enda þó
að enginn megi sköpuni renna — þar eð
það er svo, að ekki er nægileg varúð
brend inn í hugi manna af göfugri hvöt
skyldunnar, þá er líklega langt í land að
sú bug'mynd rætist, er allir þeir, er lagt
hafa sig fram í orði og verki til slysavarna
gera sér um þverrandi eða þorrin slys á
sjó. Enda er þetta meira hugsjón. En hug-
sjónirnar sigra á stundum.
Eg gat ekki látið hjá líða að minnast hér