Ægir - 01.03.1930, Qupperneq 17
ÆGIR
67
Stærsta fiskveiðafélag heimsins.
t fyrra sameinuðust tvö stór þýzk fisk-
veiðafélög, »Cuxhavener Hochseefischerei
A. G.« í Cuxhaven og »Deutsche Dampf-
fischereigesellschaft Nordsee«, í Norden-
ham, og nú er þriðja félagið runnið sam-
an við, »Hochseefischerei Bremerhaven
A. G.«.
Þetta samaeinaða félag hefir nú tekið
upp nafnið »Nordsee, Deutsche Hochsee-
fischerei Bremen — Cuxhaven A. G.« og
er aðalheimili félagsins í Hamborg.
Skýrsla félagsins fyrir síðastl. starfsár,
1. júlí 1928 — 30. júni 1929, er komin
út og má sjá af henni að árið hefir ver-
ið hagstætt. Félagið hefir ávalt getað séð
fiskmörkuðum í Cuxbaven og Weser-
múnde fyrir nægum forða og viðskiftin
farið vaxandi. Yfir höfuð hefir reksturinn
gengið vel eins og reikningarnir sýna.
Tekjur voru brútto 6,252 þús. mk.
þar við bætist reksturshagnaður o. íl. frá
fyrra ári, 873 þús. mk., samtals 7,125
þús. mk. Að frádregnum öllum kostnaði,
afskrifum og sköttum urðu tekjurnar
netto 3,322 þús. mk. Af þessu fé voru
350 þús. mk. lögð í varasjód samkv.
samþyktum félagsins, en 572 þús. mk.
voru yfirfærð til næsta árs. Afgangurinn,
2,400 þús. mk, skiftist á milli hluthaf-
anna. Arðurinn verður þá 12°/o þar sem
hlutaféð er 20 milj. mk. Varasjóðurinn
er nú 2 milj. mk.
Félagið hefir 112gufuskip til fiskiveiða,
4 mótorskip, 3 dragbáta og 2 uppskip-
unarbáta. Til afskrifunar hafði verið var-
ið nú 843 þús. mk., og allur flotinn
bókfærður með 12,5 milj. mk. Félagið á
ennfremur höfn, geymsluhús, kælivagna
°g nauðsynleg tæki, enda er það kunn-
ngt að þýzki sjávarútvegurinn hefir tek-
ið stórstígum framförum á síðustu árum.
Öflug hreyfing er einnig í þá átt að
sameina útgerðina sem mest, og bendir
sá árangur, sem orðinn er hjá þessu fé-
lagi til þess, að hér sé stigið spor í rétta átt.
(Börsen).
Umbætur á niðursuðuvöru-
umbúðum.
Á síðari árum hafa í ýmsum löndum
verið gerðar tilraunir til þess að nota
aluminium til umbúða við niðursuðu-
vörur í staðinn fyrir blikk. í Noregi hafa
þessar tilraunir einnig verið gerðar og
halda menn, að tilraunin hafi hepnast
þar. Þar hafa verið búnar til 50 þús.
aluminiumdósir og soðið niður í þær til
útflutnings, sardínur, reykt síld o. fl. og
hefir þetta gefist vel. Aluminium hefir
þann, kost, að það ryðgar ekki, og enn-
fremur finst ekki þessi keimur, sem van-
ur er að vera að niðursuðuvörum.
í fyrstu var verðmunurinn aðallega til
hindrunar. En aluminium hefir fallið í
verði og nú sem stendur er aluminium-
dósin að eins ‘/j eyri dýrari en blikk-
dósin. En þessi mismunur fæst aftur með
því, að ekki þarf neinn pappirsmiða á
aluminiumdósirnar, heldur má móta letr-
ið á dósina sjálfa. Ennfremur kemur
sparnaðurinn fram i flutningsgjaldi. Sar-
dínukassi er hér um bil 4. kg. léttari
þegar aluminium er notað í staðinn fyr-
ir blikk. Þá er einnig hægara að opna
aluminiumdósina og brúnirnar ekki eins
beittar og á blikkdósinni.
»Norsk Aluminiumkompagni« ráðgerir
að setja upp verksmiðju í Höyanger til
þess að vinna aluminium til umbúða,
og menn eru yfir höfuð vongóðir um að
þessi aðferð muni verða til mikilla bóta.