Ægir - 01.03.1930, Qupperneq 18
68
ÆGIR
Umbrot á sjávarbotni.
Hafa jarðskjálftar eyðilagt hinar frægu
tiskislóðir á Newfoundlands grunninu —
Grand Bank?
Fiskveiðar liafa verið stnndaðar á þess-
um fiskislóðum í tvö hundruð ár og hafa
þær verið liinar mestu auðsuppsprettur
Vesturheims og þangað sótt auðæfi frá
öðrum löndum. Nú eru menn hræddir um,
að í jarðskjálftum þeim, sem á þessu
svæði voru í desember 1929, liafi sjávar-
botninn raskast svo, að eigi verði lengur
nm veiðar að ræða á stórum svæðum, þar
sem áður voru hin ágætu fiskimið.
Skýrslur frá símalagningaskipiun, sem
um jólin voru send til að gjöra við shna-
þræði, sem slitnað höfðu i jarðskjálftun-
um segja frá, að sjávarhotninn hafi sigið
svo, að líkindi séu til, að á þessu svæði
verði fiskiveiðar eigi stundaðar framar.
Þar sem dýpi, fyrir jarðskjálftann var
600 fet liafa eftir liann verið mæld 15000
fet til hotns. Öllum skipshöfnum á skip-
um þeim sem send voru til þess að gjöra
við shnaþræðina I^er sainan um, að svo
virðist sem hotninn á sunium stöðum hafi
sigið niður á óþekkt dýpi og símaþræðir
horfið.
Þessar fergnir eru frá Glace Bay, Nova
Scotia dags. 28. des. 1929.
í bréfi til Stjórnarráðsins leiðréttir að-
alræðismaðurinn í Montreal þessar fregn-
ir og er bréf lians dagsett 6. fehrúar þ. á.
Segir svo i því:
Eftir fregnum þeim, sem horist Iiafa frá
ræðismanninum í St. Jolnis á Newfound-
landi, virðist svo, sem skýrslur þær, um
sig botnsins á Newfoundlands grunninu,
séu orðum auknar. Það er sannað, að jarð-
rask hefur talsvert orðið á botni sunnan-
vert á grunninu, en áhrif á veiðar virðist
það ekki hafa haft.
Ræðismaðurinn getur þess, að í desem-
ber, eftir jarðarumbrotin, hafi frakknesk
botnvörpuskip kom til St. Johns með full-
iermi af fiski, sem þaðan var sendur til
Frakklands og hafi þeir engra breytinga
orðið varir, hvað veiðar snerti. Sömuleiðir
hefur verið gjört við hina slitnu sima-
þræði og var þvi lokið á tiltölulega
skömmum tíma.
Verðlagsnefnd línuveiðaeigenda
og sjómanna hefir ákveðið verðlag
þannig: Af stórfiski hvert kg 32 aura.
Af smáfiski hvert kg. 31 eyrir. Af lýsi
livert kg 83 aura. Verðið gildir frá 27.
mars kl. 12 að kvöldi til 6. april kl. 12 að
kvöldi. Aflaverðlaun háseta verða því
samkv. framangreindu verði: Af smálest
stórfiskjar kr. 6.00. Af smálest smáfiskj-
ar kr. 4.65. Af hverjum 105 kg. lýsis
kr. 1.38.
Sænska frystihúsið
hefir undanfarna daga tekið 30—55
tonn af fiski á dag til frystingar. —
Fyrsti farmurinn af fiski fer héðan vik-
una sem hyrjar 30. mars.
Skipsstrand.
Hinn 26. mars kl. 10 e. li. fórst skonn-
ortan „Ernestine“ frá Klaksvik i Færeyj-
uin og drukkna 8 menn. Hríðarveður var
og strandaði skipið nálægt Selvogi. Alls
voru 26 menn á skipinu, sem nýkeypt var
frá Frakklandi og var 194 br. smálestir
að stærð. Einn skipverja dó er á land var
komið og eru þvi 9, sem farist hafa.
Skipverjar, sem eftir lifa komu lil
Reykjavíkur 30. mars að kveldi. Þau 3
lík, sem á land liafa rekið og lík þess, er
dó i fjörunni verða flutt til Færeyja með
fyrstu ferð.
Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson.
Ríkisprentsrniðjan Gutenberg.