Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 5
ÆGIR 171 undarlegt þyki, mun honum koma bezt, að þurfa ekki að lesa blaðaglamur um sjálfan sig og vera kærkomin afmælis- gjöf á 50 ára afmælinu, að helztu dag- blöðin bér, mintust hans ekki einu orði, 12. ágúst. Þrátt fyrir þetta mun Sigurður Péturs- son vera uppáhaldsbarn þjóðar sinnar °g þær þúsundir manna, sem hann hefir haft saman við að sælda þessi mörgu ár, á einn og annan veg, munu hera honum eitt og hið sama, að hann sé heiðursmaður i orðsins beztu merkingu °g munu allir taka undir að óska hon- til hamingju á 50 ára afmælinu, góðrar framtíðar og þakka honum vel unnið starf, ágæta framkomu hvar sem hann heíir komið og fagurt dæmi, sem hann hefir sett islenzkum sjómönnum hl að breyta eftir. 12. ág. 1930. Sveinbj. Egilson. Opnu vélbátarnir. Nú er það orðið alment, að nota opna vélbáta í stað gömlu árabátanna, sem áður voru, má því segja að árabátarnir séu alveg að hverfa úr sögunni, hví ann- aðhvort sitja menn vélar í gömlu bátana eða kaupa nýja báta undir vélar. En þvi miður reynast ekki þessir bát- ar nógu traustir, ekki síst þegar þeir eru 4—5 smál. og þar yfir, því engum blandast hugur um, að eftir því sem bátarnir eru stærri, þess sterkari þurfa þeir að vera, ekki síst þegar þeir eru notaðir hl fiskiveiða við Suðurströnd landsins, eða úti á annesjum, og þaðum hávetur, °g mæta þar oft stormiog stórsjó. Hefi ég séð báta illa útleikna eftir slíkar sjóferðir, t. d. súðin rifin, rengur brotnar og kjalsíðunaglarnir dregnir út (báðu megin) aftur að miðju. Þetta hefir komið fyrir á nýjum bátum, sem virð- ast vera vel smiðaðir, enn ekki nógu traustir. Kemur þetta aðalega af þvi, að bátasmiðir þekkja ekki nógu vel hve bátarnir þurfa að vera sterkir til þess að standast hina ómildu löðrunga Ægis. Ég vil því reyna að gefa nokkrar upp- lýsingar um styrkleika slíkra báta. Kjalsíður mega ekki vera úr þynnra efni (eik) en ca IV2" til þess að sætið á kjölnum geti orðið nógu breitt, og skula þær vera negldar með 23A" hausstórum saum. Byrðingurinn skal vera úr 1" þykkum borðum. Botnrengur að framan (í barka og andófi) úr 2" þykkum við, helzt úr eik eða birki, önnur bönd úr IV2" þykkum borðum. Helzt ætti banda- viðurinn ekki að vera úr breiðari borð- um en 7"—8" til þess að minni þver- tré væri í endunum, ea setja þá aftar saman ef með þarf. Ekki mega böndin vera lægri en 3" af hærri súðarbrún. Um fram alt verður að bafa »sí« milli allra súða, (og eins undir kjalsíðum) skal það tjargað með góðri tjöru, en kýla með lillum kýlhefli undan »síinu« svo það sláist ekki úr i vondum sjó. Helzt ætti ekki að vera lengra milli hnoðnagla enn 6". Ekki má »fasa« háls- ana mikið við stefnin, þvi þá verða þeir ótraustari. Helzt ættu afturstefni að vera að mestu bein frá skrúfu-gati og upp úr, því bæði verjast bátarnir betur fyrir ágjöf, og svo verða stýrin ekki eins bog- in að ofan og ekkert þvertré í þeim, ég hefi séð stýri oftar en einu sinni snúast í sundur í vondum sjó og er slíkt stór- kostlega háskalegt. Líka þarf stýri að vera með hnoðnegldum 8/s" teinum eftir breiddinni, minst tveimur. Sömuleiðis þurfa knélistar að vera hnoðnegldir út úr hástokk.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.